Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
upp í gegnum uppundninginn, og minnir það þá á hvernig leggirnir
á upphafsstafnum í Teiknibókinni ganga upp í gegnum uppundning-
ana. Lítum svo á myndblað nr. XXX. Þar er samsvörunin við fjölina
frá Skjaldfönn ef til vill ekki út af eins fullkomin og á myndblaði
XXXIII, einkanlega af því að stóri uppundningurinn, sem er aðaluppi-
staða munstursins, er svo margfaldur. En samt er þetta náskylt
Skjaldfannar-útskurði, og ekki er mér kunnugt um neitt í íslenzkri
skreytilist, sem betra sé til samanburðar við hann en einmitt þessi
tvö myndblöð Teiknibókar. Björn Th. Björnsson hefur bent á, vafa-
laust með réttu, að margir uppdrættir Teiknibókar hafi verið ætlaðir
sem fyrirmyndir að ýmiss konar listiðnaði, málmsmíði, hannyrðum,
útskurði. Um munstrið á nr. XXX segir hann: „Hver getur efazt um,
að það er flatskurður í tré, sem hér er haft í huga? Þetta er ekki
mynstur til bókaskreytingar, þaðan af síður frumkast til málverks,
og silfursmíð kemur ekki heldur til greina. Athugum grunninn. Hann
er stunginn, eins og títt er um flatskurð, efra lagið, eða flétturnar,
eru í einum fleti, þótt brugðið sé bæði yfir og undir. Hér er varla öðru
til að dreifa en hreinu tréskurðarmynstri og það af frábærustu gerð“.
Þetta er mjög skemmtileg og skarpleg athugun hjá Birni Th., því
að enginn tréskurður var þekktur, sem sannað gæti orð hans, þegar
þau voru skrifuð. En nú er hann til, á fjölinni frá Skjaldfönn. Þar
er útskurður í stóru broti, gerður eftir uppdrætti, sem verið hefur út
í æsar af sama sauðahúsi og á myndblaði Teiknibókar nr. XXX. Þetta
er svo augljóst, að varla þarf áð hafa um það fleiri orð, og nægir að
vísa til mynda. í þessu sambandi má minnast þess, að hið fyrsta, sem
vitað er til Teiknibókarinnar, er að hún var einhvers staðar á Vest-
fjörðum. Björn Th. hefur reynt að setja hana í samband við Helga-
fellsmunka. Enginn dómur skal á slíkt lagður hér, en ef taka ætti orða-
lagið „af Vestfjörðum“ bókstaflega hjá Árna Magnússyni, ætti bókin
einhvern tíma að hafa verið miklu norðar og vestar en á Snæfells-
nesi. Með þessu er ég þó alls ekki að gefa í skyn, að beint samband
sé milli Skjaldfannarf jalar og Teiknibókar. Til þess brestur heimildir,
en áðalatriðið er, að nógsamlega er fram komið, að útskurður fjalar-
innar er af hinum íslenzka stíl, sem á hvað bezta fulltrúa í uppdrátt-
um Teiknibókarinnar.
Þó áð fundið sé hið stílsögulega umhverfi, sem útskurðurinn frá
Skjaldfönn á heima í, er ekki þar með sagt, að auðvelt sé að tímasetja
hana nákvæmlega. Hann er náskyldur lýsingum Postulasagnanna, sem
eru frá byrjun 14. aldar, svo að ætla hefði mátt, að ekki væri langt
á milli í tíma, en jafnframt er hann svo nákominn Teiknibókinni, að