Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
veður var stillt og vel stóð á sjávarföllum, verður hinu ekki trúað
að knörr hafi verið látinn liggja til langframa í sjálfu sundinu eins
og skip Þórólfs á að hafa gjört, ef orð sögunnar eru tekin bókstaf-
lega. Hins vegar reyndist Brákarpollur allgott lægi skipum kaup-
manna á öldinni sem leið, og flutu þau þar við strengi eða stóðu á
botni.1) Pollurinn er heldur grunnur, en það hefði síður átt að baga
knörrum fornmanna. Fornsagnahöfundar eru einatt allónákvæmir
þegar vikið er að staðháttum. Má og vera að vogurinn hafi eigi enn
átt sér nafn, þá er Egla var rituð, og þá þótt eðlilegt að kveða svo
að orði um skip sem lá á voginum, að það lægi í Brákarsundi.
Þorgerður ambátt hafði viðurnefnið brák, og er að sjá sem hún
hafi verið kennd við verkfæri það, sem haft var til að elta í skinn.
1 ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er þessu tóli lýst
svo að það sé skeifulagað, úr viði eða horni.2) í orðabók Björns Hall-
dórssonar segir í latnesku þýðingunni að brák sé hringur sem skinn
sé dregið í gegnum inn og út (e'ða fram og aftur, — þ. e. recipro-
cando). En í danskri skýringu (Rasks) er sagt: to smaa Træklodser
fastgjort et par Tommer fra hinanden, paa en perpendicular Stotte,
2y2 Alen fra Jorden, imellem hvilke raa torrede Skind, besmurte med
Tran og siden sammenkrympede, trækkes frem og tilbage for derved
at beredes.
í orðabók Blöndals er og önnur merking: (hluti borðstokks, sem
brákað er á) den Del af Rælingen, hvor Fiskesnoren trækkes op og
ned paa; snart er Rælingen her forsynet med et Benbeslag paa en
Aksel, snart er Benbeslaget fastnaglet til selve Rælingen, snart er
brák kun et Indsnit imellem Aaretoldene. Þess er getið hér að brák
sé haft um þann hluta færis sem brákað er. Auk þess var brák haft
um sjálft verkið, hvort sem var að elta skinn eða að keipa, og enn
fremur um strit og um óþarft ómak. Þá er og brák alkunnugt í
merkingunni brá eða fituskán á vökva.
Ekki skal efað að ambátt sem ætluð voru hin verstu verk, hafi
einnig verið látin bráka skinn, ef hún hafði bolmagn til, og Þorgerð-
ur er í sögunni sögð hafa verið „mikil fyrir sér, sterk sem karlar“.
Viðurnefnið brák er engan veginn ósennilegt og hafa verið til nokkur
svipuð: vegghamarr, sleggja, spaði. Aftur á móti gæti virzt ástæða
til að vefengja skýringu sögunnar á því hvernig örnefnið Brákar-
1) 1 Islandslýsingu Kr. Kálunds er sagt frá skipalæginu á Brákarpolli og bætt
við: i selve sundet er det derimod pá grund af dets smalhed og stærke strom ikke
godt at ligge. Bidrag til en hist.-topograf. Beskrivelse af Island I (1877), 377. bls.
2) Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Biarne Povelsens Reise igien-
nem Island. Soroe 1772, 339. bls.