Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 55
BRÁKARSUND
59
sund hafi orðið til. Þetta þrönga hamrasund — eða stokkur — þar sem
sjórinn streymir á víxl út og inn, kann að hafa minnt fornmenn á
brák, sem þá hefur líklega verið til á hverjum bæ. Allir hafa þekkt
þetta verkfæri og hafa séð vott og hrjúft skinn dregið í því fram og
aftur. Eins og áður er á drepið getur straumurinn í Brákarsundi verið
allstrí'ður, og yfirborðið er ekki ávallt slétt. Vel mætti vera að sundið
hefði í öndverðu verið kallað Brák, og má til samanburðar nefna tvö
önnur borgfirzk örnefni, sem eiginlega voru heiti algengra amboða í
þá tíð: Ok og Þyrill.
í augum skáldlega hugsandi fornmanna gat hafið tekið á sig ýmsar
myndir, og er hér sambærileg líking Snæbjarnar skálds í vísu sem
Snorri tilfærir í Eddu, — þar sem hann (samkvæmt líklegri skýringu
Guðmundar Finnbogasonar í Skírni 1941) kallar hafið hergrimm-
astan slcerja Grotta, sem malar líðmeldr Amlóða. — Grotti (Grótti ?)
var eins og Snorri segir síðar í Eddu nafn kvarnar einnar í Danmörku
heldur stórfelldrar. En Uðmeldr (malt, mjöl) Amlóða bendir ásamt
fyrri líkingunni til þekkingar á frásögn svipaðri þeirri sem er í Dana-
sögu Saxa af Amlóða (Amlethus): Og er þeir fóru fram hjá sand-
hólum og honum var sagt áð líta á sandinn, sem var eins og korn,
svaraði hann að það væri malað smátt af hinum hvítu öldum hafsins
(þýð. Guðmundar).
Vestast á Seltjarnarnesi, þar sem brimið sverfur skerin ár og síð,
hefur bær heitið Grótta (nú viti). Sennilegt má þykja að þar dyljist
hugmyndin um hina miklu kvörn hafsins, og mætti vera að bærinn
hefði í öndverðu heitið at Grótta. Hafa mörg íslenzk örnefni breytzt
meira en því nemur.
Á hinn bóginn er alkunnugt að örnefni hafa oft orðið tilefni til
sagna sem eiga að skýra upphaf nafnsins. Hér skal enginn dómur á
það lagður, hver líkindi séu til að örnefnisskýring Egils sögu í þessu
tilviki, sé eldri en sagan sjálf.
S U M M A R Y
In Egil’s saga the placename Brákarsund occurs twice in ch. 40, and besides there
is a description in ch. 33 of the topography of the sound in question. In ch. 40 the
origin of the placename is explained. A bondswoman with the nickname Brák was
drowned there. There can be no doubt that the Brákarsund of the saga is the sound
between the southern tip of Borgarnes (the Digranes of the saga) and the isle of