Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 57
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKILDAHÚFA
i
Ái'ið 1930 bættust Þjóðminjasafni íslands margir merkilegir
munir, er Danir skiluðu heim úrvali íslenzkra gripa úr Þjóðminja-
safninu danska. Meðal þessara hluta var svonefnd skildahúfa, kven-
höfuðfat, sem er talið ekki yngra en frá því snemma á átjándu
öld (1. mynd).1 Húfa þessi er að því er virðist sú eina sinnar teg-
undar, sem varðveitzt hefur í upprunalegri mynd. Heillegar leifar
af annarri skildahúfu eru þó til í Þjóðminjasafni Dana, og skráð er
nákvæm lýsing á skildahúfu, sem enn var til árið 1791, en nú mun
vera glötuð. Að öðru leyti eru heimildir um skildahúfur mjög fá-
skrúðugar.
I því, sem hér fer á eftir, mun verða leitazt við að greina frá því
helzta, sem vitað er um þessi höfuðföt, gerð þeirra og notkun.
II
Þjms. 1093h.
Skildahúfan, sem Þjóðminjasafn íslands eignaðist 1930, kom til
safnsins 25. júní og hlaut þar skrásetningartöluna 10934, en í Þjóð-
minjasafni Dana hafði hún verið skráð nr. 9896/1848. Um hana
skrifaði Matthías Þórðarson þjóðminjavörður eftirfarandi í skrá
safnsins: „Skilthúfa2 úr rauðu flosi, kringlótt, 24 cm að þvermáli
um kollinn, sem er flatur og með víravirkiskringlu á miðju, 10 cm
að þvermáli, og eru fest á hana mörg [18] lauf. Víravirkið er korn-
sett hringvíravirki, fremur grófgert; kringlan er úr silfri, algyllt.
Umhverfis á kollinum eru silfurvírskniplingar, 5 cm að breidd [2.
mynd]. Húfan er aðeins um 11,5 cm áð þvermáli um opið og er um
8 cm breiður skáflötur á milli þess og kollsins. Á þennan skáflöt eru
saumaðir 7 silfurskildir eða kringlur, gylltar, laufskornar í röndina,
1 stærst, 10,7 cm að þvermáli, með upphleyptri krossfestingarmynd