Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Skildahiífa (Þjms. 10934>, séö aö framan. Ljósm.: Gísli Gestsson. —
Skildahúfa (National Museum, Reykjavík; Inv. No. 10934), front view.
í miðju, 6,3 cm að þvermáli, og bekk með kornsettu hringvíravirki
umhverfis, og eru á bekknum 4 hálfkúlur með hangandi krossum í,
og eru í krossunum rauðir og bláir steinar. Hinir skildirnir 6 eru
minni, allir eins; á miðju er krossfestingarmynd, Kristur, María
og Jóhannes, og víravirkisbekkur umhverfis með 4 bl'öðum [laufum]
í; þvermál 7,3 cm. Af þessum skjöldum hefur húfan hlotið nafn
sitt; Skilt á dönsku, Schilt á lágþýzku, Schild á háþýzku, sbr. skildir
(og skildingar) á íslenzku. — Húfan er mjög þykk og stinn og afar
þung [um 860 g]. Hún er talin hafa komið á „Kunstkammer“ kon-
ungs í Höfn árið 1784, og var þá sagt, að ríkar konur á íslandi hefðu
fyrrum bori'ð slíkar húfur. Hún var látin í Þjóðminjasafnið í Höfn
árið 1848 (9896).“3
Efst á skáflöt húfunnar og yfir samskeyti hans og kollsins er
saumaður 2 cm breiður vírofinn borði. Kringum opið á húfunni er
1,8 cm breið brydding úr hör- og silkiborða, útofnum, og virðist hann
upprunalega hafa verið rauður og hvítleitur. Að innan er húfan