Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1/. mynd. Skildir af skildahúfu (Nationalmus. 12013/1961f). Ljósm.: Dansk Folke-
museum. — Skildir, ornamental disks jrom skildahúfa (National Museum, Copen-
hagen; Inv. No. 12013/1961/).
7 eru 6,6 cm að þvermáli [4. mynd]. Þeir eru allir með kornsettu
hringvíravirki og með laufskorinni og grafinni rönd, með mörgum
götum milli laufanna; hefur verið saumað í gegnum þau, er skild-
irnir voru festir á húfuna; annars virðast hafa verið fætur aftan á
þeim, 2 á stóra skildinum og 1 á þeim litlu, en hafa verið teknir af.
Út við röndina er snúra og innan við hana eru 6 lykkjur á smá-
skjöldunum, en hafa verið 15 á þeim stóra í kring umhverfis. I
lykkjunum hanga steypt lauf, en mörg þeirra eru nú úr. Á miðjum
stóra skildinum er snúra í kring, 3,5 cm að þvermáli og sléttur flöt-
ur innan í með krossfestingarmynd, — Kristsmynd og Maríu og
Jóhannesar; — kross er í rauninni enginn, hann hefur átt að graf-
ast á grunninn. Skildirnir eru dálítið kúptir. — Húfan sjálf finnst
nú ekki, en sög'ð í skránni vera úr svörtu flaueli, mjög slitin; stóri
skjöldurinn er sagður vera ofan á henni miðri og hinir 7 [6]8 utan
um hann.“°
I skrá Þjóðminjasafns Dana árið 1861 er sagt, að skildahúfan,