Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 70
74
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Auk heimildanna nm skildahúfur, sem nú hefur verið greint frá,
hafa fundizt fáeinar heimildir um húfuskildi frá ofanverðri sextándu
öld og fyrri hluta sautjándu aldar, og er þar vafalítið átt við skildi
á skildahúfur. Elzt þessara heimilda er afrit af bréfi frá um 1590,
þar sem meðal kvensilfurs í höndum Magnúsar prúða Jónssonar er
getið um „tvenna Húfuskyllde gyllta . . ,“27 Þá er í bréfabók Guð-
brands biskups Þorlákssonar á Hólum kvittun Ara sýslumanns í ögri,
sonar Magnúsar prúða, fyrir fémunum með Kristínu Guðbrandsdótt-
ur, og minnisgrein um smíðað silfur, sem biskup fékk Páli, syni sín-
um. Eru þessi gögn frá árunum 1595—1600. Hefur Ari meðal annars
fengið „viij hufuskilldi med víjra virki gyllt . . .“, en Páli eru taldir
„ . . . hufuskillder viij med vijravirki. gyllter . . . “28 Ennfremur er
getið um tvenna húfuskildi í testamentisbréfi Kristínar Guðbrands-
dóttur, dagsettu í Ögri 25. nóvember 1632. Ánafnar hún þar syni sín-
um Jóni meðal annars „viij hufuskijllde . . . med vijravijrke gillt . . .
en Þorláki „ . . . viij hufuskijllde forgillta med stort lofftskored
vijravirke . . .“29
IV
Hæpið kann að vera að draga ályktanir af svo fáum heimildum,
sem hér er um að ræða, en þó er athyglisvert, hve mjög gerð og útliti
þeirra skildahúfa, sem vitneskja er til um, ber saman, svo langt sem
hún nær. Vitað er um efni í ytra byrði í þremur húfum;30 eru það
allt flosofin efni, svart flauel í tveimur og rautt ullarflos í einni. Málin
á þessum sömu húfum eru einnig mjög lík: húfukollar frá 22—25,4
cm að þvermáli, húfuop frá 9,8—11,5 cm að þvermáli og breidd á
húfukanti eða hring neðan á húfu frá 6—8 cm. Tvær af húfunum
hafa verið alveg flatar, og þannig er skjaldhúfu einnig almennt lýst
í orðasafninu fyrrgreinda,31 en á þriðju húfunni er hringurinn snið-
inn svolítið á ská (1. mynd).
Stærðarhlutföll skjaldanna eru mjög svipuð á ofangreindum húf-
um, og þeim virðist hafa verið líkt fyrir komið. Stóru skildirnir stöku,
ennismegin á hringnum, eru frá 10,7—11,4 cm áð þvermáli, litlu
skildirnir sex þar út frá 6,6—7,3 cm og stakir skildir ofan á kollin-
um miðjum 10 og 12,7 cm. Athyglisvert er, að húfuskildir eru í heim-
ildum ávallt sagðir átta, ef tala þeirra er nefnd á annað borð, og sé
þeim lýst, eru þeir sagðir gylltir og oftast með víravirki, en hvort
tveggja kemur þetta heim við margnefndar þrjár húfur.
Eins og fram hefur komið, eru elztu ritheimildir um skildahúfur
frá miðri sautjándu öld, en um húfuskildi frá lokum sextándu aldar.