Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 80
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Kjálki úr svíni meö vígtönn, fundinn að Tjarnargötu 4 voriö 1944. Kjálkinn
er 18,5 sm aö lengd. — Lower jaw of pig, found at Tjarnargata 4> spring of 1944-
Length 18.5 cm.
stórgervum hefilspónum, en einnig litlar spýtur, sumar telgdar eða
með axarförum og sumar hálfbrunnar. Mórinn er sums staðar bland-
aður viðarösku. Steinvölur liggja í honum á víð og dreif. Auk alls
þessa er þar aragrúi af beinum spendýra og fugla, en þeim söfnuðu
þeir Finnur og Geir. — Einkennilegt grjóthart lag, aðeins tæpur
cm á þykkt og úr efni, sem enn er órannsakað, lá á mótum mólagsins
og yfirlags þess í NV-horni tóftarinnar.
Efsta moldariagið IV virðist allt hreyft af manna völdum. Það er
blandað móösku og lausagrjóti. I NA-horni tóftarinnar kemur fram
grjóthleðsla heldur óhrjáleg og úr lagi færð. Á þeim stað vantar mó-
lagið (III), en grjót- og moldarruðningur nær þar niður á gryfju-
botn. — Bráðabirgðaniðurstaða:
Malarlagið (I) hefur myndazt löngu fyrir landnámsöld, á þeim
tímum, er sjávarmál lá nokkru hærra en nú.
Leirlagið (II) hefur einnig myndazt fyrir Islands byggð, á tímum
er sjávarmál lá líkt og nú eða lægra. Hefur áð líkindum setzt til á
botni tjarnar (e. t. v. í vík norður úr Reykjavíkurtjörn).
Síðar hefur tjörn þessi tekið að gróa upp og hálfrotnar jurta-
leifar hláðizt upp á botni hennar. Úr þeim er mókennda lagið III.