Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 83
FORNMINJAR 1 REYKJAVÍK
87
)t. mynd. Steinþró (eldstó) grafin ofan í möl i grunninum aö Tjarnar-
götu )/. Myndin tekin voriö 19)/)i. — Pit made of slabs, observed in the
ground gravel at Tjarnargata )/. Photo from 19j!).
eða grefi með fornri gerð, sams konar og 2 önnur, sem fundizt hafa
áður hér á landi, annað við rannsóknina á Bólstað, bæjarrústum
Arnkels goða. Ámóta neðarlega fannst vaðsteinn, hnöttóttur og
nokkuð ílangur."
Loks víkur Matthías að gripum í suðausturhorni: „Þar fundust,
mismunandi djúpt í jör'ðu, nokkrir munir úr steini, 3 vaðsteinar,
brýni, fornlegur lýsisteinn, sem er mjög lítill og flatkúlumyndaður,
og snældusnúður úr steini, allstór, um 9 cm að þverm.“
Timburhúsið að Tjarnargötu 4 byggði Hannes Erlendsson á Mel
um 1830 úr torfbýli á sama stað. Var þá lokið sögu einhverrar
mætustu eigu okkar, því húsið, má sjá í skjali frá 1759, telst hluti
bæjarins í Reykjavík. Smíðar timburhússins getur í handriti eftir
Sigurð Guðmundsson málara í eigu Þjóðminjasafnsins. Kallast það
„Um forna Reykj avíkurbæ." Þetta eru lauslegar minnisgreinar,
nafn ekki við, en höndin auðþekkt. Haft er eftir Hannesi, að legið