Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 85
FORNMINJAR í REYKJAVÍK
89
Þess skal getið, að hingað til hefur aldursákvörðun íslenzkra sýnis-
horna stuðzt við fyrri helmingatímann.
Eins og frá sagði, sendum við spóninn úr landi til aldursákvörð-
unar. Svo fór þá, að látið var hjá líða að greina tegund, áður en
mæling hófst, en til hennar gekk spónn þessi allur. I safni Finns
Guðmundssonar var annar spónn, sams konar, og kveður Haraldur
Ágústsson trjáviðarfræðingur hann vera úr evrópsku lerki (Lai’ix
decidua). Vaxtarsvæði þess er í Mið-Evrópu, milli Suðaustur-Frakk-
lands og Austurríkis um Alpa. Eins og á höggspónunum sést, hafa
menn smíðað úr viðnum. Tvennt kann að ráða, hvernig efnið er á
staðinn komið. Drumburinn, sem spónninn er úr, hefur annaðhvort
borizt sem reki með sjávarstraumum eða verið fluttur inn, en l'erki
telst ágætur bátaviður. Sé lerkidrumburinn vogrelt, á hann langa
leið að baki, áður en honum skilar á fjöru í Reykjavík. Er ekki
ósennilegt, að tréð muni hafa borizt niður Rínarfljót og út í Norð-
ursjó, síðan rekið norður á bóginn, meðfram Noregi og allt norður
til Svalbarða, þar hafi það lent í jaðrinum á Austur-Grænlands-
straumi, rekið suður unz við tók Golfstraumurinn á ný vestan Is-
lands, og þá var loks komið í hafstraum, sem gat borið drumb þennan
á land í Reykjavík. Þó kann einnig svo að vera og reyndar senni-
legra, að einhverjir af fyrstu ábúendunum hafi aflað sér trjáviðar
í meginlandshöfn við Norðursjó, flutt til Islands, og hér sjái merki
þess. Til slíkra viðskipta benda einnig leifar úr bát, sem fundust að
Kaldárhöfða við Sog, en hann var úr lerki.
Aldursákvörðunin gefur til kynna, að viðurinn í spæninum hafi
vaxið um 810 e. Kr. Hann mun vart vera eldri en frá 740, né yngri
en frá 880. Evrópskt lerki er talið fullvaxið 40—60 ára, en getur
hins vegar orðið allt að 200 ára gamalt. Virðist því mega álykta,
að lerkiviðurinn, sem spónninn er úr, sé vart unninn síðar en um
1000, og þó líklega fyrr.
Að fenginni þessari vitneskju um spænina, þótti okkur rétt, að
aldur kurlanna yrði ákvarðaður, en þau voru talin úr íslenzkum
viði, og sennilega höggvin úr skógi í landi Reykjavíkur. Enn á ný
fengum við að velja úr safni Finns Gu'ðmundssonar, og völdum við
heillegasta kurlið. Haraldur Ágústsson taldi viðinn vera birki, senni-
lega fjalldrapa (Betula nana). Við sendum kurlið síðan til Ingrid
Olsson til aldursákvörðunar. Hún fékk sænskan viðarfræðing, Eric
Áberg, til að greina tegund kurlsins, og taldi hann það vera birki,
sennilega íslenzka ilmbjörk (Betula pubescens eða tortuosa). Nokkuð
erfitt var að greina viðinn, enda er hann fíngerður, og auk þess bar