Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 87
FORNMINJAR 1 REYKJAVlK
91
kominn fyrr en á síðari hluta 9. aldar og nær örugglega áður en 10.
öld lýkur. Ekki skal þó um þetta fullyrt.
Sennilega má rekja þessa mómyndun til hækkunar vatnsborðs í
Tjörninni. Slík vatnsborðshækkun gæti hafa orðið, er stórbrim fyllti
lækjarósinn, en það gerist einatt, þar sem land sígur. Talið er, að
landsig í Reykjavík nemi um 1,5 m á árþúsundi. Meðan á myndun
mósins stendur, er óbyggilegt á staðnum vegna bleytu, enda sorpi
kastað í mýrarvilpuna. Ætla verður, að myndun 68 sm þykks mólags
hafi tekið nokkurn tíma, sennilega nokkrar aldir, þótt sorpkast yki
vitaskuld upphleðsluhraðann. Af þessum sökum festir ekki byggð
þarna um langt skeið.
Skánin (lag E), steinarnir ofan á henni og þeir, sem lágu í svip-
aðri hæð í miðjum grunni, og loks grjótið við enda að sunnan, eru
fyrsti öruggi votturinn um húsagerð þarna, ef frá telst eldstóin
og leifar í kring. Grjótið í suðurhornunum og óljósar veggleifar, sem
Matthías minnist á sunnan við eldstóna, hafa færzt undir vatns-
borðið og síðan þakizt mýrajarðvegi. Leifar þessar gætu því verið
eldri en mólagið. Skánin og steinarnir ofan við hana og grjótið í miðju
verða að teljast allmiklu yngri minjar. Óvíst þykir, hvort rekja
beri þær til landnáms.
Eldstóin fellur ekki auðveldlega inn í þessa sögu, enda of fátt
ljóst um jarðlög og samhengi fornleifa umhverfis hana. Var steinþró
þessi grafin ofan í malarlagið og þá sennilega einnig gegnum iag C.
Vestanvert Aðalstræti, Tjarnargata og Suðurgata. Okkur var falið
vorið 1962 af þjóðminjaverði, dr. Kristjáni Eldjárn, og borgar-
stjórninni í Reykjavík, áð kanna mannvistarleifar á svæðinu milli
Grjótagötu að norðan og Vonarstrætis að sunnan, nyrðri enda
Tjarnargötu að austan og vestur fyrir horn Suðurgötu og Túngötu
að vestan (sbr. kort). Hófumst við handa 14. júní sama ár og
unnum hálfan mánuð.
Við könnunina notuðum við gálgabor, sem safna má með óhreyfðum
sýnishornum úr jörð, og móskera, eins konar hnífhylki á stöng.
Nokkur vandkvæði urðu á beitingu þessara tækja vegna grjóts, og
grófum við því allvíða litlar gryfjur með skóflu. Flestar náðu borhol-
urnar niður á möl, en jarðvegur reyndist vera um 1 til 3 m þykkur og
dýptin mest sunnan við húsið nr. 4 við Tjarnargötu og í portinu hjá
Suðurgötu 3.
Skal nú lýst nokkrum sniðum. Tölur eru í sm. Dýpt miðast við punkt.
hjá yfirborði. Getur að líta staðsetningar á kortinu, 2. mynd.