Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 89
FORNMINJAR 1 REYKJAVÍK
93
6. mynd. Teikning af tréhleranum og brunnopi viö Aöalstrœti 16 ísbr. 5. myndj. —
Drawing of remains of a wooden well cover at Aöalstrœti 16.
steinar og tigulsteinsbrot, beinamylsna og móflygsur. 70: stétt úr lábörðum hellum,
þær um 20 sm á þykkt, yfir og á milli sandur og fíngerð möl. Stéttin og lögð í
sand. 90—200: mold. 200—205: mold með ösku, beinamylsnu og kolum, sennilega
gólfskán. 205: möl. Frá holubarmi að siðastnefndum leifum 1,85 m.
Hola 23: Sama svæði og hola 20. 0—55: moldarblendingur. 55—85: steinar, er
liggja þétt saman, virðast lögn og sandur hér á milli og undir. 85—90: kol, mór,
aska, fiskbein og leirkerabrot. 90—207: hrein mold. 207—215: dekkri mold og tígul-
steinsbrot. 215: flatir, láréttir steinar.
Hola 24: Sama svæði og holur 20 og 23. 0—20: moldarblendingur. 20—35: stétt
úr flötu grjóti. 35—70: mold með rauðu efni, um að ræða leifar tígulsteina, að því
er virðist, viðarkol. 70: lögn úr fremur smáu grjóti og steinar undir. 70—150:
steinar og mold blandin ösku og kalki, neðst hrein mold. 150—185: dekkri mold,
viðarkolaagnir. 185: mold með slitrum gosöskulags. Er lagið um 1 sm á þykkt, úr
dökkri basaltösku að neðan en líparítösku að ofan. Þetta er sennilega öskulag, sem
Sigurður Þórarinsson nefnir VII a, b, eða landnámslag, enda er það fallið stuttu
fyrir eða um landnám.
Hola 26. Sama svæði og holur 20, 23 og 24. Gryfja. 0—50: moldarblendingur, i
dýpinu 30 var að sjá í austurbakka dökkbrúnt móblendingslag, 5 sm á þykkt, og