Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd. Að ofan birkikurl og aö neöan höggspónn úr lerki, livort tveggja
fundiö að Tjarnargötu vorið 1944- Höggspónninn er 5 sm að lengd. —
Piece of birch wood (top) and a chip of larch (bclow), found at Tjarnar-
gata 4 in spring 1944. Length of larch chip 5 cm.
öskulag neðan við. 50: kringlóttur brunnur, hlaðinn úr völdu grjóti og tréhleri yfir,
fúinn mjög. Ryðgaðar naglaleifar voru við samskeyti. Brunnurinn mældist um 2
m á dýpt, vídd um 1 m, möl í botni. Frá barmi að sunnan og vestan lá tréstokkur,
sem vatn mun hafa runnið um, en hugsanlegt er einnig, að gryfja þessi sé safnþró
og hér ræsi að. Nokkuð var þilið óregiulegra í efri helft og þar gat að líta tigul-
steina og kalkmola. Svart. leðjukennt efni hafði setzt í brunninn, náði góðan spöl
upp og skán var úr á veggjum. 1 botni flæddi inn vatn og eftir að leðju var mokað
upp til fullnustu, hækkaði vatnsborð töluvert.
Hola 29. Grasflöt norðan hússins nr. 4 við Grjótagötu. Hér stóð áður skálinn,
torfhús, sem getið er i skjölum innréttinga. Sigurður Guðmundsson taldi, að þetta
kynni að vera bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar. 0—48: svörður og mold. 48: viðar-
kolalag. 57: rautt öskulag. 57—110: mold og leirmold með viðarkoladreif og í dýp-
inu 75 nokkurt grjót. 110: grjót.
Niðurstöður af könnuninni 1962 eru í stuttu máli þær, að hér um bil
allsstaðar finnast einhverjar leifar eftir mannavist, og greinast þær
í þrennt að vissu leyti. Telja má í fyrsta lagi minjar húsa eða ann-
arra mannvirkja, þá sorp- og öskuhauga og loks viðarkolaleifar.
Þannig háttaði, að viðarkola- og öskuleifar sáust mjög í moldar-
jarðveginum. Hann virðist ómengaður víðast hvar á bilinu næst jarð-