Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 95
KRISTJÁN ELDJÁRN
TVÆR DOKTORSRITGERÐIR
UM ÍSLENZK EFNI
I. Olaf Olsen: Hðrg, hov og kirke.
G. E. C. Gad. Kaupmannahöfn 1966.
1.
I inngangsorðum doktorsritgerðar sinnar Horg, hov og kirke (Kbh.
1966) segir Olaf Olsen, að megintilgangur bókarinnar sé að kanna
samband milli hinna fyrstu kirkjubygginga og heiðinna helgista'ða.
Slík könnun verður bersýnilega ekki gerð að gagni nema dregin sé
löng nót og víða leitað fanga, og eitt meginatriðið verður að komast
að einhverri niðurstöðu um hof og helgistaði. Raunar segir Olsen, að
til þess að gera þessu fullnægjandi skil, þyrfti rannsóknarmaðurinn
helzt að vera allt í senn, sagnfræðingur, fornleifafræðingur, trúar-
sögufræðingur og handritasérfræðingur. Slíkur þúsundþjalasmiður
sé þó ekki til, enda muni hann láta nægja að kanna til róta hinar sögu-
legu og fornfræðilegu heimildir og aðeins hafa nokkra hliðsjón af
hinum öðrum greinum fræðanna.
Takmark þessarar bókar er síður en svo bundið við séríslenzkt efni.
Það er í rauninni samgermanskt, einkum þó norðurgermanskt og að
lokum í enn þrengra skilningi miðað við danskar aðstæður. En leiðin
að markinu liggur mj ög um íslenzkar heimildir, og þess vegna ver'ður
þessi bók að mjög verulegu leyti um íslenzkt efni eins og allt annað,
sem skrifað hefur verið um heiðna trú og trúarsiði á Norðurlöndum,
og það er ekkert smáræði, eins og Olaf Olsen sýnir í fyrsta kafla bók-
arinnar, þar sem hann rekur í stórum dráttum það, sem eftir fræði-
menn liggur um hof eða helgihús á Norðurlöndum. Hyrningarstein-
arnir undir því öllu saman eru fornrit vor, svo og hofarústir hér á
landi.
Til þess eru vítin að varast þau, og það gerir Olsen sér sannar-