Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 109
TVÆR DOKTORSRITGERÐIR
113
gerir hún grein fyrir helztu tegundum skreytis, og eru jurtaskreyti
þar langtum fyrirferðarmest. Annað sem til greina kemur er ýmiss
konar geometrískt skraut, dýraskraut og aðrar hlutrænar myndir og
loks áletranir. Allt þetta afgreiðir hún í fáum orðum og sýnir dæmi
í myndaheftinu. Með þessu er hún að hreinsa til í kringum aðalefni
bókarinnar, jurtaskreytið, áður en hún tekur til við það í alvöru, og
virðast þetta vera hyggileg og eðlileg vinnubrögð. En um leið minnir
það á, að margt er enn í íslenzkum tréskurði, sem kanna þarf frá
rótum, á sinn hátt eins og j urtaskreytið er kannað í þessari bók.
3.
Annar kafli skiptist í tvennt og fjallar fyrri hluti um jurtaskreyti
og dýraskreyti fram til 1200. Landnámsmenn fluttu hingað til lands
skrautstíl, sem var runninn frá dýraríkinu að langmestu leyti. En
með kristninni fylgdi greinileg tilhneiging til að hverfa frá slíkum
skrautstíl og halla sér í staðinn að jurtaskreyti. Enginn útskurður
í dýrastíl 10. aldar er til, en elztu leifar íslenzks tréskurðar eru Möðru-
fellsfjalir og því næst Flatatunguf jalir. Um þessar merkilegu íslenzku
fornleifar hefur allmikið verið skrifað, m. a. hefur frú Mageroy sjálf
gert það. I því efni er ekki um neinar nýjar niðurstöður að ræða. Allar
þessar f jalir eru vafalaust frá 11. öld, enda hefur enginn borið brigður
á það, en nákvæm tímasetning er ógjörleg, þar sem um er að ræða
stíllegar aldursgreiningar einar. Sýnilega telur frú Mageroy liklegt, að
fjalir þessar séu upprunalega úr kirkjum og reyndar einnig leifar,
sem til eru frá um 1200 og 13. öld, þótt sú trú hafi verið almenn, að
þær væru úr fornum skálum. Það er líkast til rómantískt sjónarmið.
Möðrufellsfjalir og Flatatungufjalir sýna, áð stór og mjög vand-
aður tréskurður í yngri Jalangursstíl og Hringaríkisstíl hefur tíðkazt
hér á landi á 11. öld. Síðan brestur heimildir, en næst í röðinni telur
frú Mageroy fjölina frá Hrafnagili og stoðarbútana eða klofningana
frá sama stað. Á fjölinni er reyndar ekkert nema dýraskreyti, en á
bútunum eru rómanskir teinungar með dýrum fléttuðum í sveigana,
og telur höfundur, að fjölin sé ekki eftir sama mann og hitt. Saman
getur það átt fyrir því. Telur höf. útskurðinn einna skyldastan norsk-
um stafkirkjustíl og hyggur hann ekki yngri en frá um 1200 eða frá
svipuðum tíma og Valþjófsstaðahurðina, kannski þó ögn eldri, ef
nokkúð er. Enn sem fyrri eru nákvæmar tímagreiningar ógerlegar,
en margt bendir til þess, að hér sé rétt greint. Um Valþjófsstaðahurð-
ina er búið að skrifa svo mikið og vel, að telja má víst, að hún sé
8