Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
með réttu talin frá um 1200. Þar er þá örugg höfn að leita til, en bilið
milli Flatatungufjala og Hrafnagilsútskurðar er ekki hægt að brúa í
íslenzkum tréskurði, og verður nú við það að una. Á 12. öld hefur ef-
laust Úrnesstíll leyst Hringaríkisstíl af hólmi, en jafnframt hefur
svo rómanski stíllinn rutt sér braut, og elztu leifar hans eru að lík-
indum Hrafnagilsfjalir. Það virðist vafalaust rétt, að þær séu greini-
lega eldri en Mælifells- og Laufás-stoðir. Hrafnagilsútskurðurinn
skipar þá veglegan sess, því að hann er það elzta, sem við þekkjum
af hinum mikla ættboga rómansks stíls, sem spennir yfir alla sögu
vora frá 12. til 20. aldar, og um hann er þessi bók að verulegu leyti.
4.
1 seinni hluta annars kafla er rætt um rómanskan og gotneskan stíl
á síðmiðöldum. Þar er því miður ekki um auðugan garð að gresja af
tréskurðarminjum og því nauðsynlegt að leita til skreytis á hlutum
úr öðrum efnum til þess að nokkurt samhengi fáist, og má þó ekki
tæpara standa. Höfundur byrjar á að gera grein fyrir Laufásstoðum
og Mælifellsstoðum og Mælifellsf jölum, en þetta allt myndar eina heild
með mjög líkum stílblæ, gæti jafnvel allt verið eftir sama manninn,
þótt það þurfi alls ekki að vera. Stíllinn á þessum verkum er mjög í
almennum evrópskum rómönskum stíl, en þó leggur höf. réttilega
mikla áherzlu á, að teinungarnir séu ekki venjulegir rómanskir tein-
ungar að sköpulagi, heldur séu áð gerð líkari hinum klassíska „hlaup-
andi hundi“. Bendir hún á, að það sé reyndar nokkuð einkennilegt, að
ekki skuli hafa varðveitzt frá miðöldum neitt dæmi tréskurðar með
hreinræktuðum rómönskum teinungi, þegar þess er gætt, hve afar fast
hann beit sig hér á landi. En hér kemur að sjálfsögðu til, hve sáralítið
af miðaldatréskurði hefur varðveitzt, og rétt er einnig að hafa þáð
í huga, hve mjög þessi verk eru rómönsk, þótt teinungarnir séu af-
brigðilega dregnir. Sýnir frú Mageroy mörg einstök stílatriði, sem
færa verk þessi í ætt evrópskrar listar. Telur hún útskurðinn frá
Laufási og Mælifelli frá um 1260, og trúlega er það ekki fjarri lagi,
þótt enn skuli minnt á, hve erfiðar nákvæmar tímasetningar eru.
Þá er lýst fjölinni frá Munkaþverá, sem er mjög ólík hinum. Þar
kemur fram stíltilfinning gótíkurinnar, allt jurtaskreyti er hvassara
og hornóttara en á áðurnefndum verkum, þar sem allt er ávalt og
þungt í formi, en hins vegar ber lítið á náttúrustælingu gótíkurinnar
í blaðverki Munkaþverárfjalar. Tilraun til tímasetningar er veik eins
og endranær, enda um ekkert að ræða annað en stílleg einkenni. Reynt