Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 110

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 110
114 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS með réttu talin frá um 1200. Þar er þá örugg höfn að leita til, en bilið milli Flatatungufjala og Hrafnagilsútskurðar er ekki hægt að brúa í íslenzkum tréskurði, og verður nú við það að una. Á 12. öld hefur ef- laust Úrnesstíll leyst Hringaríkisstíl af hólmi, en jafnframt hefur svo rómanski stíllinn rutt sér braut, og elztu leifar hans eru að lík- indum Hrafnagilsfjalir. Það virðist vafalaust rétt, að þær séu greini- lega eldri en Mælifells- og Laufás-stoðir. Hrafnagilsútskurðurinn skipar þá veglegan sess, því að hann er það elzta, sem við þekkjum af hinum mikla ættboga rómansks stíls, sem spennir yfir alla sögu vora frá 12. til 20. aldar, og um hann er þessi bók að verulegu leyti. 4. 1 seinni hluta annars kafla er rætt um rómanskan og gotneskan stíl á síðmiðöldum. Þar er því miður ekki um auðugan garð að gresja af tréskurðarminjum og því nauðsynlegt að leita til skreytis á hlutum úr öðrum efnum til þess að nokkurt samhengi fáist, og má þó ekki tæpara standa. Höfundur byrjar á að gera grein fyrir Laufásstoðum og Mælifellsstoðum og Mælifellsf jölum, en þetta allt myndar eina heild með mjög líkum stílblæ, gæti jafnvel allt verið eftir sama manninn, þótt það þurfi alls ekki að vera. Stíllinn á þessum verkum er mjög í almennum evrópskum rómönskum stíl, en þó leggur höf. réttilega mikla áherzlu á, að teinungarnir séu ekki venjulegir rómanskir tein- ungar að sköpulagi, heldur séu áð gerð líkari hinum klassíska „hlaup- andi hundi“. Bendir hún á, að það sé reyndar nokkuð einkennilegt, að ekki skuli hafa varðveitzt frá miðöldum neitt dæmi tréskurðar með hreinræktuðum rómönskum teinungi, þegar þess er gætt, hve afar fast hann beit sig hér á landi. En hér kemur að sjálfsögðu til, hve sáralítið af miðaldatréskurði hefur varðveitzt, og rétt er einnig að hafa þáð í huga, hve mjög þessi verk eru rómönsk, þótt teinungarnir séu af- brigðilega dregnir. Sýnir frú Mageroy mörg einstök stílatriði, sem færa verk þessi í ætt evrópskrar listar. Telur hún útskurðinn frá Laufási og Mælifelli frá um 1260, og trúlega er það ekki fjarri lagi, þótt enn skuli minnt á, hve erfiðar nákvæmar tímasetningar eru. Þá er lýst fjölinni frá Munkaþverá, sem er mjög ólík hinum. Þar kemur fram stíltilfinning gótíkurinnar, allt jurtaskreyti er hvassara og hornóttara en á áðurnefndum verkum, þar sem allt er ávalt og þungt í formi, en hins vegar ber lítið á náttúrustælingu gótíkurinnar í blaðverki Munkaþverárfjalar. Tilraun til tímasetningar er veik eins og endranær, enda um ekkert að ræða annað en stílleg einkenni. Reynt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.