Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skurðurinn á fjölinni þaðan sé, þrátt fyrir áðurgreinda tilraun til
tímasetningar, ekki gerður fyrr en eftir brunann. Og þar með tekur
hún fyrir spurninguna um stíl-seinkun, hvort evrópsk stílþróun hafi
hægt og seint náð sér niðri hér á landi en haldizt að sama skapi leng-
ur þegar á miðöldum. Grundarstólar benda tvímælalaust til þess. En
efniviðurinn er satt að segja allt of lítill til þess að örugg niðurstaða
fáist, jafnvel þótt teknir séu með í rannsóknina allir listmunir, sem
til er að dreifa, þar á meðal lýsingar í handritum. Niðurstaða frú
Mageroy er sú, að greinileg stíl-seinkun sé orðin hér um 1400 og tré-
og hornskerar hafi verið íhaldssamari en silfursmiðir, hannyrðakon-
ui' og bókagerðarmenn, meira beri á gotneskum stíleinkennum hjá
þeim en tréskerunum. Hún hyggur, að það hafi einkum verið tré-
skerarnir, eins og sá sem gerði Grundarstóla, sem björguðu hinum
fornlegu rómönsku formum fram yfir siðaskipti. En ekki verður því
neitað, að hér er farið á hálum ísi, og þyrfti hér enn frekari rann-
sóknar við, ekki sízt í handritalýsingum.
Nú víkur frú Mageroy áð nafngiftinni „íslenzkur stíll“, sem sumir
hafa notað án skilgreiningar og hún segir að maður hiki sig við að
samþykkja. Eigi að síður fellst hún á, að um slíkt megi tala í sam-
bandi við þá list, sem til er frá því fyrir siðaskipti, og reynir að skil-
greina hvað við sé átt með því. Sérkennandi eru greinar, sem undnar
eru upp í nokkuð fullkomna undninga, spírala, en grennri greinar
liggja yfir hinar gildari og vefjast um þær. Oft eru dýr innan um
þessa undninga. Blöð eru smá, margskipt og oft mjög mörg. Algengt
er þrískipt blað, þar sem miðblaðið er breitt og ávalt, en hliðarblöðin
mjórri og hvassari. Slík blöð eru á báðum Grundarstólum, en annars
er ekkert varðveitt í „íslenzkum stíl“ í tréskurði*), hins vegar bæði á
drykkjarhornum, í útsaumi og ekki sízt lýsingum. Segist frú Mageroy
ekki þekkja samskonar fyrirkomulag í norskum listiðnaði miðalda, en
áþekkt megi sjá í enskri list og einnig frá meginlandi Evrópu. Telur
hún nafngiftina „íslenzkur stíll“ réttmæta, og af honum er svo mikið
og margt runnið í tréskurði seinni tíma, sem meginhluti bókarinnar
fjallar um.
Um þennan kafla í heild má segja, að hann er mjög alvarleg og
heiðarleg tilraun til að skipa í röð þeim minjum, sem til eru með jurta-
skreyti frá miðöldum. Höfundur verður naumast sakaður, þótt niður-
stöður séu víða allmjög reikular, bæði tímasetningar einstakra verka,
sem oftast nær eru alveg stílsögulegar og auðséð hvað af því getur
* Síðan bókin kom út, hefur fundizt útskorin fjöl með íslenzkum stíl, og er grein
um hana hér í heftinu, bls. 45—56.