Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 119
tvær doktorsritgerðir
123
8.
Víðast hvar í Evrópu deyr alþýðulist út á 19. öld, og hún gerir
það einnig á íslandi. Mikið er samt til af tréskurði frá þessum tíma,
og frú Mageroy hefur fundið 151 hlut, sem ber ártal. Flestir þeirra
eru frá áratugnum 1840—50, en mjög fáir eftir 1880. Margt kemur
merkilegt fram, þegar rakið er eftir tímasettum hlutum. Yfirleitt er
lakara verk á þessum tréskurði en áður var, þó að margt gott fljóti
með. Það er eins og lengra á milli góðra hluta. Formin eru stærri og
grófari, og flöt upphleyping er orðin mikið til einráð. Eins og þegar
var nefnt, eru verk atvinnutréskera að mestu leyti horfin, tréskurð-
urinn hefur lækkað í þjóðfélagslegri virðingu. Teinungafyrirkomu-
lagið er enn í heiðri haft, en hinn „íslenzki stíll“ má heita horfinn.
Eins konar fjöldaframleiðsla gerir vart við sig. Rokokoáhrif, sem
greinileg voru á 18. öld, eru horfin. Af nafngreindum tréskerum fjall-
ar höf. um Bólu-Hjálmar, Guðmund Viborg og Filippus Bjarnason,
sem allir eru vel þekktir sem tréskerar í Þjóðminjasafninu. Ég hefði
kosið, áð hún fjallaði rækilegar um hinn síðastnefnda og ættmenn
hans, sem saman mynda sérstakan skóla. Skyldi ekki vera hægt að
rekja betur til róta, hvaðan þeim kom sá skurðstíll, sem einkennir
þá? Enn fremur hefði ég óskað þess, að athugað væri, hvort Vest-
fjarðameistari sá, sem Guðmundur Viborg hefur sýnilega orðið fyrir
miklum áhrifum frá, muni ekki hafa verið faðir hans, sem einnig
á að hafa verið listamaður á tréskurð. En það gegnir sama máli um
þetta og sitthvað annað, sem taka þyrfti fyrir í sérstökum rannsókn-
um, en varla er von að ger'ð séu full skil í þessu yfirlitsverki.
Fróðlegt er að sjá, að Vestfirðir eru sá landshluti, sem sýnir mesta
blómgan í tréskurði á 19. öld, Norðurland reyndar sæmilega líka og
Suðurland, en Austfirðir eru enn sem fyrri að baki öðrum lands-
hlutum í þessari list. Það virðist hafa verið svo um allar aldir, en
þó má ekki gleyma því, að Austfirðir eru afskekktari en aðrir lands-
hlutar frá mi'ðstöð þjóðlífsins á Suðvesturlandi, og þaðan kunna því
að hafa borizt færri hlutir í opinber söfn. Þetta hefur einhver áhrif,
en samt getur það alls ekki skýrt fæð tréskurðarminja af Austur-
landi.
9.
Bókinni lýkur með stuttum yfirlitskafla. Þar reynir höf. að draga
saman í sem skemmstu máli nokkur höfuðatriði. Veigamest af þeim
öllum er að fá fram einhverja viðhlítandi línu í feril teinungsins, sem