Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 121
TVÆR DOKTORSRITGERÐIR 125 mjög góðan myndapappír, og af hálfu höfundar er það til fyrirmynd- ar, að góð registur fylgja. Einkum er það mjög þægilegt, að registur er yfir alla hluti, sem teknir eru á einhvern hátt með í rannsókninni, því að vafalaust þarf oft á því að halda að finna, hvar vikið er að einhverj um tilteknum hlut, og er manni þá spöruð sú leit, sem margir kannast við að gera þarf í slíkum yfirlitsverkum, ef þau eru registurs- laus. Meðferð íslenzkra nafna er framúrskarandi og prófarkalestur lýtalaus. Allt þetta ber að virða. Bók þessi fæst við jurtaskreytið í íslenzkum tréskurði eins og titill hennar bendir til. Samt er hún í reynd saga íslenzks tréskurðar yfir- leitt, þar sem jurtaskreytið er svo yfirgnæfandi í þessari listgrein. Frú Mageroy hefur hér lagt til atlögu við risastórt verkefni og lagt grundvöll að allri framhaldsrannsókn á þessu sviði. Bók hennar sýnir ljóslega, hve tréskurðurinn var merkilegur þáttur í íslenzkri alþýðu- menningu, og leiðir hann til þess vegs, sem honum ber. Þetta er mikið framlag til íslenzkrar menningarsögu, og er bæði ljúft og skylt að þakka þessari útlendu konu þetta mikla framtak hennar og þá alúð, sem hún hefur lagt við verk sitt. Öllum öðrum fremur munu íslenzkir safnmenn verða henni þakklátir. Það hefur eklvi fram að þessu verið árennilegt að koma ókunnugur að hinum miklu hrúgum ís- lenzks tréskurðar og eiga áð svara með rökum til hvaða tíma telja beri hvern einstakan hlut. Eftir sem áður mun það geta verið vand- kvæðum bundið að vera viss í sinni sök. En í flestum tilvikum mun þetta rit greiða veginn, þáð mun verða notað sem handbók safnmanna og hjálpa þeim til að koma lögum yfir efnið og fá þeim í hendur það orðakerfi, sem nauðsynlegt er til þess að hægt sé að tala um það af viti. Ég á von á því, áð margar sérrannsóknir eigi eftir að spretta af þessu verki, þar sem fyrir verða tekin einstök atriði og grafizt dýpra eftir þeim en hægt hefur verið í svo víðfeðmu yfirliti. En allt mun það verða gert í framhaldi af þessu verki og svo sem á bak- grunni þess.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.