Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 127
KRISTJÁN ELDJÁRN FORNLEIFAFUNDUR I YTRI-FAGRADAL Hinn 2. júlí 1965 hitti ég í Grafarholti aldraðan mann, Kristján Haraldsson, sem áður hafði verið bóndi á Skarðsströnd í Dalasýslu. Hann afhenti mér allmiklar leifar af fornum kambi og kambslíðrum eða kambhylki, enn fremur fornlegt hnífsblað úr járni, einnig sýnis- horn af viðarkolasalla úr gólfskán, að því er hann taldi. Kvað hann allt þetta hafa fundizt í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd árið áður, og hefði húsfreyja þar, Borghildur Guðjónsdóttir, fundið það í jarðýtu- flagi. Taldi Kristján, sem er glöggur fróðleiksmaður, að þarna væri ef til vill margt að finna. Ég talaði við Borghildi í síma og bað hana að sjá til þess, að ekkert yrði hreyft á staðnum frekar en orðið var, og lofaði hún því. Fornleiíarnar voru færðar inn í dagbók safnsins þennan sama dag. Fornleifar þessar og frásögnin af fundaratvikum þótti mér svo for- vitnilegt, áð ærin ástæða væri til þess að gefa því nánari gaum við tækifæri og freista þess þá meðal annars að finna fleiri brot úr kamb- inum góða. Gerði ég ferð mína vestur um haustið og var við rann- sókn í Ytri-Fagradal 4. og 5. sept., í björtu veðri og köldu, en taldi þá ekki eftir atvikum þörf á frekari rannsókn. Bæjarlækurinn í Ytri-Fagradal er vatnsmikill og rennur rétt utan við bæinn, kailaður Fagradalsgil, og fellur niður túnið í mörgum bugðum og sveigum í alldjúpu gili. Verða víða grasigrónir snotrir hvammar eða hvöpp við lækinn. Gamla túnið var mest eða allt innan vi'ð lækinn, og sér þar enn parta af allmiklum harðgrónum túngarði. Niður með læknum að innan eru mikil fjárhús, en skammt fyrir ofan þau er flöt fit við lækinn, og sagði Kristján Haraldsson, að þetta hefði heitið Blóðakur. Hefði þar verið sporöskjulagað gerði eða girð- ing, en nú (1965) er þar kartöflugarður. Hafði Kristján það eftir Önnu Friðriksdóttur, húsfreyju í Ytri-Fagradal (konu Þorsteins Brynjólfssonar), að þarna væri Blóðaltur, en hins vegar hefði Herdís
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.