Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 129
FORNLEIFAFUNDUR í YTRI-FAGRADAL
133
í fyrndinni verið varpað niður í hvappið. Lagið var 20—30 sm þykkt,
með ösku, mold, smásteinum, beinum og viðarkolum. Ég gróf lagið
neðan frá og upp eftir, á 3—4 m breiðu svæði. Nokkrir stórir steinar
sáust, en alls ekki í röð eða reglu. Eg gróf alla leið upp að túnsléttunni,
sem þarna nær að hvappinu, en þar var lagið orðið mjög þunnt, og
sá ég ekki ástæðu til að elta það lengra. Sums staðar í laginu voru flís-
ar af hreinum viðarkolum, en sums staðar allmikil lög af grárri ösku
með viðarkolabútum í, eins og rúsínum í graut. Allmikið var af beinum
í laginu, bæði húsdýrabeinum, fuglabeinum og jafnvel fiskbeinum,
einnig fann ég brýnisstubb og nokkur brot úr kambinum, sem Borg-
hildur hafði fundið.
Enginn vafi gat leikið á því, að þetta væri öskuhaugur, sorphaug-
ur. En hvaðan kom hann? Þetta er allt of langt frá bænum, þar sem
hann hefur verið á seinni öldum, og trúlegast að þessari ösku hafi
verið varpað út frá húsi þarna rétt við lækinn. Þar er nú túnslétta,
en Steinólfur bóndi Lárusson og faðir hans sögðu, að áður en sléttað
var, mundu hafa verið þarna einhverjar rústir, stórar þúfur og grjót.
Ekki væri loku fyrir skotið, að þarna kynnu enn að vera gólf úr
fornum húsum undir sléttunum, en mikið verk mundi vera að rann-
saka það.
Nú skal lýst fornleifum þeim, sem fundust og skráðar voru í dag-
bók 2. 7. 1965 og 6. 9. 1965:
a. Kambur og kambslíður úr beini, sennilega hornbeini einhvers
hjartardýrs eins og slíkir kambar voru oftast. Þessum góða grip,
kambinum í slíðrum sínum, hefur eflaust í ógáti verið varpað á haug,
virðist hafa verið óskemmdur með öllu, en því miður hefur hann
orðið fyrir barðinu á jarðýtunni og brotnað í marga parta, og vantar
talsvert á, áð þeir fyndust allir. Slíðrin eru þó næstum heil, og mikið
er til af kambinum, svo að öll einkenni hlutarins koma vel í ljós, þótt
skemmtilegra hefði verið að eiga hann heilan. Brotin hafa nú verið
límd saman eins og þau virðast eiga að vera. Kamburinn hefur verið
11,5 sm að lengd, með dálítið bogadregnu baki, gerður á sama hátt
og allir fornir kambar, tveir kúptir okar við bak báðum megin og
tennurnar sagaðar í beinþynnur, sem klemmdar eru milli okanna og
allt neglt með járnnöglum. Af allri lengd kambsins hafa varðveitzt 8,5
sm, m. a. annar endinn. Af okunum hefur aðeins varðveitzt lítill bútur
öðrum megin, og sýnir hann, að þeir hafa verið skreyttir með tvö-
földum skástrikum sitt á hvað, svo að fram hefur komið einfalt tígla-
munstur eftir endilöngum okunum. Þetta er snoturt, en ekki sérlega
vandað. Kambslíðrin hafa varðveitzt betur og mega heita heil, nema