Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 130
134
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Brot af Jcambi og hcil TcambsUÖur frá Ytri-Fagradal.
hvað brotið er af endum sumra kinnanna og annað endastykkið er
skaddað. En slíður þessi eru gerð á sama hátt og öll forn kambslíður,
sem mér er kunnugt um, úr 6 stykkjum, sem eru tvö endastykki og
fjórar kinnar aflangar, tvær á hvorri hlið, og eru þær festar við
endastykkin með járnnöglum tvær og tvær. Á miðju kinnanna eru
slíðrin skreytt með mörgum röðum depilhringa upp og ofan, ekki
alveg reglulega, enn fremur strikum fram með brúnum kinnanna og
þéttum þverstrikum á endum þeii’ra, umhverfis naglana. Mest lengd
slíðranna hefur verið 14,5 sm, en nú vantíir aðeins á yzta nef annars
endastykkisins. Gripur þessi, kamburinn með slíðrunum, er af áður
vel þekktri gerð, sem liefur verið í tízku á víkingaöld og eitthvað
fram á miðaldir. Víða hafa slíkir gripir fundizt, en þetta er sá fjórði
sem finnst hér á landi sinnar tegundar. Áður hafði fundizt mjög
vandað eintak af kambi með slíðrum í kumli á Hafurbjarnarstöðum,
en tvö óvandaðri fundust í kumli í Vatnsdal í Barðastrandarsýslu.
Kambslíðrin frá Ytri-Fagradal eru að öllu leyti af þessum flokki, þótt
skrautverk sé dálítið frábrugðið. En þau hafa það til síns ágætis, að
þau eru heillegri miklu en öll hin kambslíðrin og góður safngripur.
Um kamba og kambslíður á íslandi sjá Árbók 1943—48, bls. 11.5—
116, Árbók 1966, bls. 23—25; enn fr. Kuml og haugfé úr heiðnum
sið á íslandi, bls. 337 o. áfr.
Um fornaldar- og miðaldakamba almennt er margt til á fræðibók-