Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 131
FORNLEIFAFUNDUR 1 YTRI-FAGRADAL
135
um. Hér skal látið nægja að vitna til tveggja nýlegra rita, Ragnar
Blomqvist og Anders W. Mártensson: Vardagsliv i lerhyddor, kafli
í Thule-grávningen 1961, Archaeologia Lundensia II, bls. 203—205
(kambar frá Lundi), og Aage Andersen: Mittelalterliche Kámme aus
Ribe. Res mediaevales. Archaeologia Lundensia III, bls. 25 o. áfr. I
síðastnefnda ritinu eru góðar tilvitnanir til fleiri rita um kamba.
Um upprunastað kamba eins og kambsins frá Ytri-Fagradal er
bágt að segja. Vel gætu þeir verið heimagerðir á hverjum stað, en
þó er fullt eins líklegt, að þeir séu verk kambasmiða, sem gert hafa
sér að atvinnu að smíða þá og verið einskonar fagmenn í slíku. Slíkir
kambar, fundnir á íslandi, eru þá sennilega útlendir að uppruna, en
ekkert er hægt að taka af í þessu efni.
b. Hnífsblaö úr járni, lengd með tanga 12 sm, en þar af er blaðið
reyndar aðeins 4 sm, en tanginn 8. Þetta hefur því verið lítill kuti,
og á liann marga sína líka í fornleifafundum sögualdar.
c. Brýnisflaga úr blágráu, fíngerðu flögubergi, án sýnilegra
brýnslumerkja. Slík brýnisbrot eru algeng og þarfnast engrar um-
ræðu hér.
d. Dýrabein mörg og úr ýmsum dýrategundum, m. a. stórgripum
og sauðfé, bæði fullorðnu og kjálki og fótleggur úr sumarlambi, að
því er virðist, fuglabein mörg og hryggjarliður úr mjög stórum fiski.
Annars verða bein þessi ekki nákvæmlega talin upp hér, en meðal
þeirra kynni að vera sitthvað merkilegt fyrir dýrafræðinga.
e. Viðarkol, bæði allstórir bútar og salli, sýnishom.
Fornleifar þessar eru sýnilega mjög gamlar. Kamburinn er af
sögualdargerð, og trúlegast er, að fornleifarnar séu frá þeim tíma.
Eitthvað fram á miðaldir kann þó þessi gerð kamba að hafa verið
notuð, svo að nákvæm tímaákvörðun er ekki gerleg. Þegar skilyrði
verða til kolefnisgreiningar hér á landi, má ef til vill komast eitthvað
nær aldri fornleifanna, en fornleifafundur þessi er naumast svo mik-
ilsverður, að rétt hafi þótt að efna til aldursgreiningar kolanna er-
lendis. Hann er fyrir það merkastur að hafa lagt til bezta eintak
fornra kambslíðra, sem nú er til í Þjóðminjasafninu.