Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 133
MINNZT TVEGGJA MANNA
Á árinu 1969 létust tveir menn, sem hvor á sinn hátt komu allmikið
við sögu Þjóðminjasafnsins og þjóðminjavörzlunnar í landinu. Menj-
ar verka þeirra munu lengi sjást, og þykir því vel fara og mjög að
verðleikum, að Árbók geymi um þá dálitla minningu.
Sigurður Egilsson var fæddur 11.
ágúst 1892 á Laxamýri í Suður-Þing-
eyjarsýslu, en andaðist 30. sept. 1969
á Húsavík. Hann lagði á margt
gjörva hönd um dagana, og yrði það
seint allt upp talið. Hann var ein-
staklega fjölhæfur maður og vel gef-
inn til munns og handa, og munu
margir kannast við útskurð hans,
sem hann fékk viðurkenningu fyrir
hjá Heimilisiðnaðarfélagi íslands.
Sumarið 1955 tókst svo lánlega til, að
Sigurður varð við þeirri bón þjóð-
minjavarðar að standa fyrir hinni
umfangsmiklu viðgerð gamla bæjar-
ins á Grenjaðarstað, sem þá stóð fyr-
ir dyrum. Þótti mörgum það ekki á-
rennilegt, annað eins gríðarátak og til þurfti, ef koma skyldi þessum
óvenjulega stóra torfbæ í gott lag. En Sigurður hafði til að bera allt
sem með þurfti, kjark og úrræðasemi, þekkingu á efnivið og bygg-
ingarháttum og kunnáttu í veggjahleðslu og trésmíðum. Með vinnu-
flokki sínum vann hann að endurreisn bæjarins allt sumarið 1956 og
lauk því að fullu. Næst kom röðin að Laufási, sem var enn verr far-
inn en Grenjaðarstaður. Endurreisn Laufásbæjarins stjórnaði Sig-
urður sumrin 1957 og 1958 og að nokkru 1959, og var þá því mikla
verki lokið. Sumarið 1959 vann hann annars lengst við viðgerð Saur-
bæjarkirkju í Eyjafirði, sem nýlega hafði verið tekin á fornleifaskrá,
og lauk því verki árið eftir. Sumarið 1961 var Sigurður um tíma á