Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 134
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Keldum á Rangárvöllum og gerði nokkuð við gamla bæinn þar og
fleiri minni háttar handtök vann hann fyrir safnið, þótt hér séu ekki
greind, en þó skal þess ekki ógetið, að hann var einn þeirra manna,
sem af mikilii ósérplægni svöruðu spurningaskrám um gamla þjóð-
hætti. En það eru Grenjaðarstaður, Laufás og Saurbæjarkirkja, sem
halda uppi minningu hans í Þjóðminjasafninu. Þar vann hann verk,
sem fáir vildu fúsir takast á vi'ð, og hann gerði það af atorku, ósér-
hlífni og útsjónarsemi. Þeir sem ganga um þessa stórbæi nú, vita ekki
hvernig þeir voru útleiknir þegar Sigurður Egilsson réðst til atlögu
við þá. Þeir sem vita það gerst og jafnframt hve ótrúlega torvelt var
að finna hæfan mann til að vinna þetta verk, blessa nú minningu Sig-
Tryggvi Samúelsson var fæddur 6.
sept. 1889 á Brekku í Gilsfirði, en
andaðist 26. okt. 1969 í Reykjavík.
Hann var fjölhæfum gáfum gæddur,
en naut lítillar menntunar í æsku. En
hæfileikar hans og atorka ruddu hon-
um leið fram á við og þó einkum hag-
leikur hans og eðlislæg hneigð hans
til smíða og margs konar handiðju.
Vann hann sér réttindi sem hús-
gagnasmiður, þótt lítt hefði hann til
þess lært. Handbragð hans var allt
snilldarlegt, og í mörgu brutust fram
listrænir hæfileikar lians, ekki hváð
sízt þó í ljósmyndagerð, sem var mik-
il iðja hans og unun á seinni árum.
Tryggvi vann við byggingu Þjóð-
minjasafnsins langa stund, en þegar húsið átti að heita fullbyggt,
varð hann þar eftir og gerðist þar húsvörður árið 1950. Gegndi
hann því starfi til ársloka 1959, er hann var sjötugur að aldri.
Þegar Þjóðminjasafnið var flutt í nýja húsið í árslok 1950, var
fyrirsjáanlegt, að fyrir höndum væri margra ára verk við að koma
safninu þar fyrir. Jafnframt var auðsé'ð, að þá yrði jafnan að hafa
við höndina góðan smið með sæmilegt smíðaverkstæði, og þarna
var Tryggvi með kunnáttu sína og vélar. Auk húsvarðarstarfanna
tók hann þátt í uppsetningu safnsins á árunum 1950—1956, smíð-
aði sjálfur nokkur sýniborð í fornaldarsal og norska safni, og sýna
urðar og verk handa hans.