Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 136
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
Helztu breytingar á starfsliði safnsins á árinu voru þær, að dr.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður var kjörinn forseti íslands hinn
30. júní og lét af embætti þjóðminjavarðar hinn 31. júlí. Var Þór
Magnússon safnvörður settur forstöðumaður safnsins frá 1. ágúst
og síðan settur þjóðminjavörður frá 1. september.
Staða safnvarðar við þjóðháttadeild var auglýst laus um haustið,
og barst ein umsókn um hana, frá Árna Björnssyni cand. mag. Til'-
kynnti menntamálaráðuneytið í desember, að hann yrði settur safn-
vörður við þjóðháttadeild frá 1. janúar 1969.
Elsa E. Guðjónsson safnvörður var sett í fullt starf frá 1. janúar
1968, en hafði áður verið í hálfu starfi.
Iris Valberg, bókari safnsins, sagði upp starfi sínu frá 1. febrúar,
og í stað hennar var ráðin Hrönn Sigurgeirsdóttir. Gegndi hún
starfinu til 15. desember, en fékk þá orlof um þriggja mánaða skeið og
var Regína Birkis ráðin bókari þann tíma.
Lúðvík Kristjánsson var enn sem undanfarin ár á launum hjá
þj óðháttadeild við samningu ritverks síns um íslenzka sjávarhætti,
svo sem getið hefur verið í skýrslum undanfarinna ára.
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi vann hér eins og undanfarin
ár nokkra mánuði fyrri hluta ársins að viðgerðum og aðhlynningu
safngripa, enda hefur safnið engum öðrum viðgerðarmanni á að
skipa til slíkra verka.
Svavar Sigmundsson cand. mag. vann að endurskoðun örnefna-
safnsins í upphafi ársins og yfir sumartímann, en nokkurn hluta
ársins dvaldist hann í Svíþjóð og kvnnti sér örnefnasöfn og örnefna-
söfnun. Um haustið tók hann við kennslu við Háskóla íslands, og
varð þá hlé á vinnu hans í safninu, en þó dvaldist hann hér tíma
og tíma við að ganga frá ófullgerðum örnefnaskrám.
Þórður Tómasson safnvörður í Skógum vann sem áður nokkurn
tíma á vegum þjóðháttadeildar og örnefnasafnsins, svo sem að verð-
ur vikið síðar.