Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 137
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
141
Almennt uon safnstörfin.
Störf safnvarðanna voru með svipuðum hætti og hin fyrri ár.
Yfir vetrartímann fer mestur hluti starfsins fram í safninu sjálfu,
og verður smám saman drepið á hin einstöku störf í skýrslunni.
Yfir sumarið er frekar unnið áð ýmiss konar útivinnu, rannsókn-
um og viðgerðarstarfi við gömlu byggingarnar, og var svo einnig
að þessu sinni, þótt í minna mæli væri en oft áður.
Halldór J. Jónsson vann að því á árinu að ganga frá skráningu
mannamyndasafnsins og ljósmynda- og prentmyndasafnsins, sem
eru bæði geysimikil að vöxtum. Mannamyndasafnið er nú í mjög
góðu lagi og einkar aðgengilegt, enda má nú á svipstundu finna
hverja þá mynd, sem í safninu er. Mannamyndasafnið er mjög mikið
notað, bæði af einstaklingum, sem fá að láni myndir til eftirtöku, og
ekki sízt af bókaútgefendum í sama tilgangi. Sama má segja um ljós-
myndaplötusöfnin, sem eru reyndar enn meiri að vöxtum. Sum
þeirra eru að vísu ekki formlega í eigu safnsins, en það hefur talið
sér skylt að koma til móts við eigendur um varðveizlu þeirra, enda
munu þau verða eign safnsins smám saman.
Lj ósmyndasöfnunum hefur ekki enn verið raðað í ákveðin kerfi,
en á næstu árum hlýtur að verða ráðizt í þáð verk. í safninu eru
einnig gömul og merk plötusöfn, sem ekki hefur reynzt unnt að
leggja út í kopíeringu á kostnaðar vegna, en í þeim eru meðal ann-
ars elztu Reykjavíkurmyndir, teknar af Sigfúsi Eymundssyni, og
gamlar atburðamyndir, og er þarna að nokkru leyti um falinn
fjársjóð að ræða. Þyrfti sem fyrst að hefjast handa um kopíeringu
þessara Ijósmynda.
Bókasafn Þjóðminjasafnsins stækkar stöðugt, og er það einkum
að þakka bókaskiptum fyrir Árbók fornleifafélagsins, er segja má,
að safnið gefi út, þótt félagið standi að henni að nafninu til. Er nú
svo komið, að bókasafnið er að sprengja utan af sér húsrýmið og
líður ekki á löngu unz ekki verður hægt að koma fyrir fleiri bók-
um þar, þótt reynt sé að gernýta plássið eins og kostur er. — Á ár-
inu voru fengnir sérstakir kassar fyrir sérprent og smáprent í bóka-
safninu, og eru þau mun aðgengilegri síðan, auk þess sem betur
fer um þau en ef þau eru bundin í knippi.
Safnið hefur alla tíð reynt að afla helztu rita um norræna forn-
leifafræði, enda er höfuðnauðsyn að hafa þau jafnan tiltæk. Munu
reyndar sum tímarit safnsins vera einu eintökin, sem til landsins
berast.
Elsa E. Guðjónsson safnvörður annast eins og áður alla muni,