Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 138
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sem vefnaðarkyns eru. Hefur hún stöðugt unnið að skrásetn-
ingu þeirra og rannsóknum viðvíkjandi þeim, ekki sízt rannsóknum
á gömlum búningum, bæði út frá efniviði safnsins og eftir rituðum
heimildum. Hefur frú Elsa flutt nokkur erindi í félagasamtökum
um rannsóknir sínar og athuganir og auk þess rannsakað nokkur
gömul altarisklæði í kirkjum.
Frú Elsa annast rekstur Safnbúðarinnar, eins og áður hefur verið
skýrt frá, en þar eru seld póstkort og litmyndir af safngripum og
nokkrir minjagripir, sem fyrirtækið íslenzkir minjagripir gerir í
samráði við safnið, svo sem skýrt var frá í síðustu safnskýrslu. Mæl-
ast þeir vel fyrir, og er talsverð sala á gripum þessum og kortuni,
einkum til ferðamanna. Hefur Safnbúðin skilað noltkrum hagnaði
á árinu auk þess sem birgðir hennar hafa aukizt að mun.
Gísli Gestsson hefur sem fyrr umsjón með sýningargripum safns-
ins, auk þess sem hann er aðalljósmyndari safnsins, en ljósmynda-
vinna er orðin allmikil og tímafrek, bæði í þágu safnsins sjálfs og
ekki sízt vegna pantana erlendis og innanlands frá á myndum af
gripum í safninu og byggingum og fornminjum í umsjá þess. Þetta
er þáttur, sem safnið telur sér skylt að rækja, enda er einnig nauðsyn
að hafa tiltækar sem beztar og fullkomnastar myndir í safninu af
öllu því, sem snertir starfssvið þess.
Þorkell Grímsson vann á árinu aðallega að skráningu safngripa,
eins og undanfarin ár, og liefur hann nú skráð gripi fram til ársins
1966.
Safnmenn sáu um nokkra sjónvarpsþætti um fornminjar og forn-
gripi, á sama hátt og árið áður. Voru þættirnir undir umsjá þjóð-
minjavarðar, en þeir voru þessir:
Þór Magnússon: Beztar ástir greiðir friðarengill (um fingrarímið
gamla). 1. janúar. Gestur þáttarins Sigurþór Runólfsson.
Höröur Ágústsson: Þá Gaukur bjó í Stöng (lýsing bæjarins í Stöng).
16. febrúar.
Dr. Kristján Eldjárn: Tóbakka vilda eg dýrlegt drekka (um reyk-
tóbaksnotkun fyrrum). 15. marz.
Þór Magnússon: Handaverk herra Guðbrands (um hluti tengda Guð-
brandi biskupi Þorlákssyni). 14. apríl.
Höröur Ágústsson: Brynjólfskirkja í Skálholti. 31. maí.
Þór Magnússon: Vertu nú minni hvílu hjá (um rúmfjalir og út-
skurð á þeim.) 27. sept.