Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 140
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
en þegar húsið var byggt, og var því ákveðið að láta gera þessa
skoðun. Um áramót hafði þó ekki borizt skýrsla frá skoðunar-
mönnunum, þrátt fyrir ítrekaða beiðni um hana.
í öndverðum júnímánuði kom fram skemmd á hitaröri á jarðhæð
hússins, og var vatn tekið af geislahitunarkerfinu, meðan verið var
að gera við bilunina. Þegar vatninu var aftur hleypt á, gerðist það
óhapp, að loftloki í hitakerfinu í efstu loftplötu hússins var óvirkur,
en af því leiddi, áð vatn náði að flæða út á plötuna og lak síðan
gegnum hana niður í málverkageymslur Listasafnsins, sem voru
þar beint fyrir neðan. Óhappið uppgötvaðist ekki fyrr en eftir
nokkra daga, af því að ekki var gengið um geymsluna, og skemmd-
ust þarna nokkur málverk safnsins af lekanum. Varð þetta til þess,
að menntamálaráðuneytið ákvað að láta sérfræðinga rannsaka allt
upphitunarkerfi hússins og gera þar tillögur til úrbóta. Var Aðal-
steinn Maack frá embætti húsameistara ríkisins fenginn til að gera
þessa rannsókn, en hann kvaddi til aðstoðar Svein Torfa Sveinsson
verkfræðing, og gerði hann mjög víðtækar athuganir og tillögur.
Kom í ljós, að margt þurfti að laga, svo sem breyta stofnlögnum
í geislakerfinu, breyta ofnakerfi og bæta inn ofnum á stöku stað og
fleira, sem ekki er ástæða til að telja upp í smáatriðum. Var þegar
í stað undinn bugur að því að því að bæta úr því, sem mest kallaði
að og hættulegt gat talizt, og var um áramót búið að fyrirbyggja
vatnshættu frá hitakerfinu eftir því sem framast er unnt. En af
rannsókn þessari leiddi svo það, að bersýnilegt þótti að ráðast þyrfti
sem fyrst í ýmsar meiri háttar lagfæringar á vandkvæðum, sem
verið hafa á húsinu frá upphafi, en heldur hafa færzt í vöxt með
árunum. 1 sambandi við upphitun er þess að geta, að talið er miklu
skipta, að einangrað verði háaloft svo og að setja tvöfalt gler í alla
glugga hússins eins og til var ætlazt í upphafi, en ekki fékkst inn-
flutningsleyfi fyrir, þegar húsið var byggt. Er þá um leið í ráði, að
settir verði trégluggar alls staðar þar sem þeir eru ekki nú þegar,
en fjarlægðir kopargluggar, sem aldrei reyndust vel og sízt hafa
batnað með árunum.
Þá verður einnig gerð lokatilraun til áð koma í lag rakakerfi húss-
ins, sem aldrei hefur verið virkt sökum ýmissa smíðagalla og erfið-
leika í meðferð þess. Standa vonir til að takast megi að koma því í
lag með endurbótum, og ber að fagna því, þar eð vitað er, að mikið
skortir á að æskilegur loftraki sé í húsinu eftir nútímakröfum.
Steyptar þakrennur á húsinu fóru fljótlega að sýna þess merki,