Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 144
148
ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sinni, því að alltaf getur safnið þurft á honum að halda til sérsýn-
inga. Eins þarf að eftirláta hann fleirum en listamönnum einum, en
þeir aðilar eru oft ekki eins snemma með pantanir sínar.
Safnauki.
Safnaukinn á árinu 1968 var óvenjumikill, en alls var færð 161
færsla í aðfangabók safnsins og var oft fjöldi hluta innifalinn í hverri
færslu eins og ævinlega, þegar sami aðili gefur marga hluti í einu.
Að vonum er margt þessara hluta smálegt, en meðal þess merkasta,
sem safninu barst, má nefna eftirfarandi:
Ýmsir skrautmunir og húsgögn, gefandi frú Ása G. Wright á Trin-
idad, og er þetta viðbót við hinar miklu og góðu gjafir, er frú Ása
hefur sent safninu á undanförnum árum; fálkafáni frá Æðey, gef.
Ásgeir Guðmundsson frá Æðey og systkini hans; Ijósmyndaglötusafn
og myndavél Jóns Guðmundssonar í Ljárskógum, gef. Hallgrímur
Jónsson símstöðvarstjóri í Búðardal; ýmsir minjagripir úr eigu Svein-
hjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, gef. ekkja hans, frú Eleanor
Sveinbjörnsson, Kanada; frummyndir að minnispeningi Þjóðminja-
safnsins og minnispeningi dr. Sigurðar Nordals, gef. Harald Salomon
yfirmyntsmiður, Kaupmannahöfn; þjónustukaleikur og patína úr
eigu sr. Þórarins Kristjánssonar í Vatnsfirði og sonar hans sr. Kristj-
áns Eldjárns Þórarinssonar, en síðast í eigu sr. Björns Björnssonar
í Laufási, dánargjöf ekkju hins síðastnefnda, Ingibjargar Magnús-
dóttur; göngustafur Þórbergs Þórðarsonar, gef. Magnús F. Jónsson;
matskeiö úr silfri, smíðuð af Einari Stefánssyni í Heydölum, gef.
Nanna Emilsdóttir, R; matarskál Gísla Konráðssonar, gef. Ólöf Sig-
urðardóttir, R; tóbaksdósir Eyjólfs Guðmundssonar „Landshöfð-
ingja“, úr silfri og sérstaklega vandaðar, afh. af honum sjálfum 1933
en fyrst færðar inn á þessu ári; tóbaksdósir eins og hinar fyrrgreindu,
úr eigu Gests Þórðarsonar frá Borgarholti, gef. ekkja hans Jónína
Helga Sigurðardóttir, Kópavogi; heiðurspeningur Kristmundar Jóns-
sonar, Vestmannaeyjum, veittur af brezku stjórninni fyrir björgun
skipshafnar, gef. ekkja hans, Jónína Jóhannsdóttir og börn þeirra;
stokkabelti og koffur úr gylltu silfri, smíðað af Ólafi gullsmið Sveins-
syni, Reykjavík, gef. Eufemía Ólafsdóttir, Kaupmannahöfn og Eufe-
mía Georgsdóttir; ýmis stafaílát, gef. Guðmundur M. Eiríksson,
Valdalæk, V.-Hún.; kvæöalagasafn og lagboðar á segulböndum, gef.
Kvæðamannafélagið Iðunn; sessa útsaumuð af Alexandrínu drottn-
ingu og myndir af konungshjónunum Kristjáni 10. og Alexandrínu
með eiginhandaráritun þeirra, úr eigu frú Þóru og Jóns Magnús-