Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 153
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
157
gerðina, en henni þarf að reyna að halda áfram eitthvað árlega til
þess að þráðurinn slitni ekki. Þessi viðgerð er að vísu ekki á vegum
safnsins, en það hefur þó styrkt hana með fjárframlagi og öðrum
ráðum, enda er þarna um að ræða eitt merkasta hús á landinu.
ByggSasöfn.
Á árinu voru veittar kr. 500.000,00 til byggðasafna og fóru um 123
þús. kr. af þeirri upphæð til að kosta gæzlu gömlu bæjanna og annarra
bygginga á vegum safnsins. Meginhluta þess, sem eftir var, var skipt
niður milli þriggja byggðasafna. Til' Minjasafnsins á Akureyri runnu
kr. 100.000,00. Til nýbyggingar byggðasafnsins á Akranesi voru veitt-
ar kr. 50.000,00 eftir ákvörðun Alþingis. Til nýbyggingar Byggða-
safns Þingeyinga á Húsavík runnu kr. 135,000,00, en þar af 50.000,00
einnig samkv. ákvörðun Alþingis. Safnhúsið þar er nú fokhelt.
Afgangurinn af þessari upphæð, um kr. 90.000,00, rann til endur-
byggingar Glaumbæjar, þar sem Byggðasafn Skagfirðinga er til húsa.
Sú viðgerð reyndist mun meiri og kostnaðarsamari en gert var ráð
fyrir, og þar sem þetta er eina sýningarhúsnæði byggðasafnsins, kem-
ur fjárveitingin því til góða.
Nokkuð var talað á árinu um væntanlega nýbyggingu eða kaup á
húsnæði fyrir Byggðasafn Borgarfjarðar í Borgarnesi, en safnið er
í bráðabirgðahúsnæði Kaupfélags Borgfirðinga, sem þarf nú senn á
húsnæðinu að halda. Hefur húsnæðisskortur staðið þessu safni fyrir
þrifum og því nauðsynlegt að það eignist eigið, varanlegt húsnæði.
Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin í þessu máli.
Undirbúningi undir nýbyggingu Byggðasafnsins á Akranesi mun
nú vera lokið, og væntanlega verður hafizt handa um byggingarfram-
kvæmdir snemma á árinu 1969. Þar er gert ráð fyrir allnýstárlegu
safnhúsi, eða öllu heldur húsum, sem byggð verða í áföngum og síðan
tengd saman. Safnið hefur verið til húsa í gamla steinhúsinu í Görð-
um, sem verður varðveitt framvegis og notað jafnframt sem sýn-
ingarhús.
Magnús Gestsson kennari fór um flestar sveitir Dalasýslu á vegum
byggðasafnsnefndar og safnaði munum til væntanlegs byggðasafns.
Varð honum allvel ágengt, safnaði milli 600 og 700 munum, sem
geymdir eru í félagsheimilinu í Búðardal. Ekki er þó fullráðið um
staðsetningu væntanlegs safns þar eða hvort Dalamenn slá sér saman
við Snæfellinga um byggðasafn, sem væri að mörgu leyti skynsam-
legt.
I desembermánuði fór Gísli Gestsson safnvörður til ísafjarðar skv.