Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
menningarsögu nágrannalandanna vakið æ meiri athygli safnmanna
og annarra fræðimanna í nærliggjandi löndum. Einkum er það á
sumrin, að fræðimenn leggja leið sína hingað, annaðhvort í ákveðnum
tilgangi eða þeir staldra við á leiðinni yfir Atlantshafið. Er reynt að
veita þeim þá fyrirgreiðslu, sem unnt er, og sé um sérstaklega kær-
komna gesti áð ræða er gjarnan skroppið með þá í smáferðalög um
nágrenni borgarinnar, til Þingvalla eða Krísuvíkur.
Áður er getið komu Asbjorns Herteig og erindis hans.
f júní kom hingað próf. Greta Arwidsson frá Stokkhólmi, svo og
hjónin Bente og Bjorn Myhre frá Stafangri, sem bæði eru fornleifa-
fræðingar. Jóannes av SkarSi fræðimaður frá Færeyjum og Baruch
Dovrat safnstjóri frá ísrael komu hér síðari hluta ársins og fleiri
fræðimenn lögðu hingað leið sína. Áður er getið heimsóknar Knud J.
Kroghs arkitekts.
Tveir erlendir fræðimenn, sem hér dveljast, notfærðu sér heimilda-
söfn safnsins, Lars Erik Larsson frá Svíþjó'ð, sem rannsakaði þjóð-
háttasafnið með tilliti til eigin rannsókna og Egon Hitzler frá Þýzka-
l'andi rannsakaði örnefnasafnið í sama tilgangi. Innlendir menn hafa
einnig notfært sér safnið og heimildasöfn þess nokkuð á árinu.
Ný fornleifalög.
Menntamálaráðuneytið skipaði árið 1965 nefnd til áð endurskoða
fornleifalögin frá 1907 og lög um byggðasöfn frá 1947, og einnig að
semja lög um Þjóðminjasafn Islands, en um það hafa engin lög gilt.
Var þetta liður í endurskoðun laga um þjóðsöfnin, sem nú er á döfinni.
I nefnd þessa völdust þjóðminjavörður, dr. Kristján Eldjárn, dr. Þórð-
ur Eyjólfsson fv. hæstaréttardómari og Hörður Ágústsson listmálari.
Nefndin lauk störfum í nóvember 1968 og lagði menntamálaráðherra
lagafrumvarpið fyrir Alþingi skömmu sí'ðar sama ár.
Lagafrumvarp þetta er ýtarlegt og nær yfir allar greinar þjóð-
minjavörzlunnar. Það er í sex köflum, sem fjalla um Þjóðminjasafn
íslands, fornminjar, kirkjugripi og minningarmörk, friðun húsa og
annarra mannvirkja, byggðasöfn og loks almenn ákvæði.
Kaflinn um Þjóðminjasafn íslands er nýmæli, þar sem um það hafa
engin lög verið hingað til. Er þó ekki um að ræða neinar verulegar
breytingar á starfsemi þess frá því sem tíðkazt hefur, frekar stað-
festingu á verksviði þess og starfsháttum. Sama má segja um kaflann
um fornleifar, á honum eru tiltölulega litlar breytingar frá því, sem
var. Kaflinn um kirkjugripi og minningarmörk er að sumu leyti ný-
mæli, svo sem það, að kirkjugripi skuli skrásetja og friðlýsa, svo og