Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 157

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 157
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968 161 minningarmörk í kirkjugörðum, og megi þessu á engan hátt spilla eða farga. Kaflinn um friðun húsa og annarra mannvirkja er algert nýmæli í íslenzkum lögum, en hliðstæð lög hafa um langt árabil gilt í nálægum löndum. Er þar gert ráð fyrir, að skipuð verði sérstök húsafriðunarnefnd, sem geri tillögur til menntamálaráðherra um frið- un tiltekinna húsa og mannvirkja, bæði í opinberri eigu og einkaeign. Er friðunin tvíþætt, annars vegar alfriðun, þar sem í engu má breyta hinu friðaða húsi eða mannvirki, hins vegar friðun á ytra borði eða tilteknum hluta hússins. Þessi kafli laganna er bráðþarfur, enda húsa- friðun eitt brýnasta verkefni í þjóðminjavernd næstu áratuga. Kaflinn um byggðasöfn er áð verulegu leyti með svipuðu sniði og hin fyrri lög um byggðasöfn, en nýmæli eru þar meðal annars um styrkveitingar ríkisins til safnanna. Núverandi þjóðminjavörður fékk frumvarp þetta til umsagnar, og lagði hann til, að lítilsháttar breytingar yrðu gerðar á því, en annars var þess vænzt að frumvarpið næði fram að ganga á því þingi, sem þá sat. Vtvegun sérfræðings til forvörzlu. Á öndverðu árinu fékk safnið styrk frá UNESCO, Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna, til að kosta dvöl sérfræðings í forvörzlu (conservation) í mánaðartíma á safninu. Af ýmsum orsök- um komst þetta ekki í kring fyrir lok ársins, en í desember barst til- kynning þess efnis, að forvörður frá The British Museum væri vænt- anlegur til mánaðardvalar fljótlega upp úr áramótum 1968—1969. Er mikil þörf á safninu fyrir komu og reyndar fasta vinnu sérfræðings af þessu tagi, en hér á landi er enginn sérfræðingur í slíkum við- gerðum en verkefni meira en næg. Hefur stundum verið gripið til þess ráðs að senda sérstaklega viðkvæma og merkilega hl'uti til við- gerðar og meðhöndlunar erlendis, en slíkt er auðvitað ekki hægt áð gera nema í einstöku tilvikum, enda bæði áhættusamt og getur verið dýrt, þótt safnið hafi oftast komizt létt út úr því fjárhagslega, þar eð velviljaðar stofnanir í nágrannalöndunum, sem skilið hafa erfiða aðstöðu okkar að þessu leyti, hafa stillt þóknun mjög í hóf. Stefna verður að því í framtíðinni, áð safnið fái sérlærðan starfsmann á þessu sviði, enda gæti hann þá einnig verið byggðasöfnunum innan handar þegar með þarf. Einfaldari og grófari aðgerðir eru þó fram- kvæmdar hér á safninu eftir því sem unnt er hverju sinni. 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.