Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 161
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1968
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags fyrir árið 1968 var haldinn i Fornaldar-
sal Þjóðminjasafns Islands hinn 30. des. 1968 og hófst kl. 8.30.
Formaður félagsins, próf. Jón Steffensen, setti fundinn og minntist fyrst látinna
félaga, sem eru þessir:
Ármann Sveinsson, stud. jur., Rvk.
Hallur Hallsson, tannlæknir, Rvk.
Lýður Skúlason, bóndi, Keldum.
Þórarinn Björnsson, skólameistari, Akureyri.
Risu menn úr sætum í virðingar skyni við hina látnu.
Formaður gaf því næst féhirði orðið, og las hann upp reikninga félagsins fyrir
árið 1967. Höfðu þeir verið samþykktir af endurskoðendum, og voru engar athuga-
semdir gerðar við þá á fundinum.
Formaður gat þess síðan, að félagar væru nú orðnir 719 talsins og hefði þeim
fjölgað um 11 á árinu. Hann gat þess og að Árbókin fyrir 1968 væri í prentun
og mundi koma út um mánaðamótin janúar—febrúar. Nú mætti hins vegar búast
við allmikilli hækkun á útgáfukostnaði, og bar hann því fram tillögu um það,
að stjórn félagsins fengi heimild til að hækka árgjaldið upp í kr. 250.00, ef
nauðsyn krefði. Var sú tillaga samþykkt mótatkvæðalaust.
Síðan var orðið gefið laust, og kvaddi sér hljóðs Ólafur Guðmundsson lögreglu-
þjónn og spurðist fyrir um það, hvort nokkuð hefði verið gert til varðveizlu og
friðunar bæjarins i Selinu í Skaftafelli og annarra fornra húsa þar. Svaraði Þór
Magnússon þessari fyrirspurn.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs, og gaf þá formaður Herði Ágústssyni skólastjóra
orðið, og flutti hann prýðisgott erindi um athuganir sínar á gömlum húsum og
mannvirkjum, víðs vegar um landið á síðustu árum og sýndi skuggamyndir, og
var gerður góður rómur að því.
Að lokum kvaddi Lúðvík Kristjánsson rithöfundur sér hljóðs og ræddi um ýmis
forn mannvirki á Gufuskálum.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið.
Ján Steffensen.
Þór Magnússon,
settur fundarritari.