Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 39
mannamyndir sigurðar málara
45
64 Magnús Blöndal Björnsson sýslumaður, Selalæk. Helgi E. Helge-
sen segir í æviágripi sínu að Sigurður hafi málað olíumynd af Magnúsi
Blöndal.1) Líklegra er að það sé olíumálverkið fremur en blýants-
teikningin (nr. 63 hér að framan), sem Erlendur Þórarinsson sýslu-
maður víkur að í bréfi til Sigurðar frá 14. sept. 1855: „Mikið er gjört
af mind Magnúsar Blöndahl eptir þig í Rv og gleður það marga er
þekkja þig.“-) Þetta gæti bent til að myndin hefði verið einhvers
staðar til sýnis, kannski í glugga eins og málverkið af Arnljóti Ólafs-
syni (sjá þar). Vel mætti hugsa sér að slík gluggasýning á myndunum
hefði verið tengd samskotum til styrktar Sigurði, sem fram fóru
1855.s) í bréfi til Sigurðar frá Jóni ritstjóra Guðmundssyni, dags.
29. febr. 1856, segir: ,,Mér varð hverft við þegar eg sá af bréfi yðar
með síðasta póstsk[ipi] ... að þér voruð ekki þá enn búinn að fá
myndina yðar hans M. Bl. Eins og þér lögðuð fyrir mig frá upphafi
sendi eg hana héðan strax í ágúst mán. með skipinu Júnó . . . “
Ekki er kunnugt um neina 1 j ósmynd af þessu málverki og óvíst um
afdrif þess. Þó er í því sambandi vert að gefa gaum að frásögn Eufe-
míu Waage af brunanum mikla í Þingholtsstræti aðfaranótt 22. janú-
ar 1910 (sbr. nr. 6 hér að framan). Hún segir í lok lýsingar sinnar:
„Einum hlut man ég eftir, sem ég sá eftir í þessum bruna. Það var
olíumálverk af Magnúsi sýslumanni Blöndal. Hafði mér oft orðið
starsýnt á þetta málverk hjá Magnúsi Blöndal verzlunarmanni, bróð-
ursyni sýslumannsins, sem átti það, því að maðurinn, sem myndin
var af, var slíkur einstakur fríðleiksmaður. Ég hefi vitanlega aldrei
haft vit til að dærna um málaralist, en leit svo á, að þetta málverk
uiundi hafa verið vel gert. Ekki veit ég eftir hvern það var.“4)
Ekki er ólíldegt að þarna hafi glatast áðurnefnt málverk Sigurðar
málara. Eigandi málverksins hefur þá sennilega verið sami maður
og gefandi myndar nr. 63 hér að framan.
Helgi Einarsson Helgesen, op. cit., bls. 5. 2) Bréf til Sigurðar í Þjóðminjasafni.
3) Þjóðólfur, 7. ár. 29—30. tbl. (Rv. 1855), bls. 119. 4) Eufemia Waage, Lifaö og
leikið. Minningar (Rv. 1949), bls. 197.