Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 61
UM ORÐIÐ VATN(S)KARL 67 Næstu dærni eru úr Máldagabók Ólafs Rögnvaldssonar, en frumrit hennar á skinni hefir varðveitzt. Mér þóttu fjögur fyrstu dæmin, sem birt eru í Fornbréfasafni, dálítið tortryggileg, svo að ég bar þau sam- an við frumritið (Bps. B II 4, áður AM 274, 4to) og hafði mér til aðstoðar þrjá sérfræðinga, þá Aðalgeii' Kristjánsson, Grím Helgason og Jón M. Samsonarson. Urðum við allir sammála um leshætti, en þeir eru ekki í fullu samræmi við Fornbréfasafnið. Máldagabókin er víða torlæsileg, með ýmsum rithöndum. Ég vitna beint til handrits um þessa fjóra staði, en get þess innan sviga, hvernig orðið er prent- að í Fornbréfasafni. váznkal. Bps. B II 4, bls. 1 (Ur máldaga Hofskirkju á Höfða- strönd frá 1461) (I D. I. V, 250 prentað vanznkal). vanz skall. Bps. B II 4, bls. 3 (Ur máldaga Barðskirkju í Fljót- um 1461) (I D. I. V, 253 prentað vanzskall). uaztkall. Bps. B II 4, bls. 4 (Ur máldaga Hnappstaða í Stíflu 1461 (I D. I. V, 256 prentað vaztkall). vadzskal. Bps. B 11 4, bls. 8 (Ur máldaga Tjarnarkirkju í Svarf- aðardal frá 1461) (Prentað eins í D. I. V, 258). Auk þessa koma fyrir tvö dæmi um orðið í Máldagabók Ólafs Rögn- valdssonar, en með því að ég sá ekkert undarlegt við rithátt þeirra, bar ég þau ekki saman við handrit og tilgreini þau eftir Fornbréfa- safni. uazkall. D. I. V, 268 (Ur máldaga Laufáskirkju frá 1461) vazkall. D. I. V, 316 (Ur máldaga Hrafnagilskirkju í Eyjafirði 1461). Næstu tiltæk frumrit eru yngri. Athyglisvert er, að öll þau frumgögn, sem nú hefir verið vitnað til, eru úr Hólabiskupsdæmi. Ekki er því óeðlilegt, að sumum kynni að detta í hug, að orðið vatn(s)karl í kirkjumálinu væri norðlenzkt. Ég hygg þó, að svo sé ekki. Ástæðan er sú, að vatn(s)karl kemur fyrir í eldri máldögum sunnlenzkum, ef tímasetning þeirra í Fornbréfa- safni er rétt, þótt frumrit þeirra hafi glatazt, sbr. bls. 70 hér að aftan. Þessar uppskriftir sunnlenzku máldaganna virðast eiga rætur að rekja til forrita, sem varla geta verið yngri en frá fyrri hluta 15. aldar, eins og síðar verður vikið að. Orðið vatn(s)keti!l, hygg ég sé tíðara í máldögum úr Skálholtsbiskupsdæmi en Hólabiskups- dæmi, en á þessu hefi ég enga gagngera athugun gert og læt öðrum það eftir. Auk þess ber að geta þess, að vatn(s)karl hefir náð yfir allt vesturnorræna málsvæðið, sbr. bls. 69, og því ekki líklegt, að það hafi verið staðbundið á Islandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.