Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 61
UM ORÐIÐ VATN(S)KARL
67
Næstu dærni eru úr Máldagabók Ólafs Rögnvaldssonar, en frumrit
hennar á skinni hefir varðveitzt. Mér þóttu fjögur fyrstu dæmin, sem
birt eru í Fornbréfasafni, dálítið tortryggileg, svo að ég bar þau sam-
an við frumritið (Bps. B II 4, áður AM 274, 4to) og hafði mér til
aðstoðar þrjá sérfræðinga, þá Aðalgeii' Kristjánsson, Grím Helgason
og Jón M. Samsonarson. Urðum við allir sammála um leshætti, en
þeir eru ekki í fullu samræmi við Fornbréfasafnið. Máldagabókin er
víða torlæsileg, með ýmsum rithöndum. Ég vitna beint til handrits
um þessa fjóra staði, en get þess innan sviga, hvernig orðið er prent-
að í Fornbréfasafni.
váznkal. Bps. B II 4, bls. 1 (Ur máldaga Hofskirkju á Höfða-
strönd frá 1461) (I D. I. V, 250 prentað vanznkal).
vanz skall. Bps. B II 4, bls. 3 (Ur máldaga Barðskirkju í Fljót-
um 1461) (I D. I. V, 253 prentað vanzskall).
uaztkall. Bps. B II 4, bls. 4 (Ur máldaga Hnappstaða í Stíflu
1461 (I D. I. V, 256 prentað vaztkall).
vadzskal. Bps. B 11 4, bls. 8 (Ur máldaga Tjarnarkirkju í Svarf-
aðardal frá 1461) (Prentað eins í D. I. V, 258).
Auk þessa koma fyrir tvö dæmi um orðið í Máldagabók Ólafs Rögn-
valdssonar, en með því að ég sá ekkert undarlegt við rithátt þeirra,
bar ég þau ekki saman við handrit og tilgreini þau eftir Fornbréfa-
safni.
uazkall. D. I. V, 268 (Ur máldaga Laufáskirkju frá 1461)
vazkall. D. I. V, 316 (Ur máldaga Hrafnagilskirkju í Eyjafirði
1461).
Næstu tiltæk frumrit eru yngri.
Athyglisvert er, að öll þau frumgögn, sem nú hefir verið vitnað til,
eru úr Hólabiskupsdæmi. Ekki er því óeðlilegt, að sumum kynni að
detta í hug, að orðið vatn(s)karl í kirkjumálinu væri norðlenzkt. Ég
hygg þó, að svo sé ekki. Ástæðan er sú, að vatn(s)karl kemur fyrir
í eldri máldögum sunnlenzkum, ef tímasetning þeirra í Fornbréfa-
safni er rétt, þótt frumrit þeirra hafi glatazt, sbr. bls. 70 hér
að aftan. Þessar uppskriftir sunnlenzku máldaganna virðast eiga
rætur að rekja til forrita, sem varla geta verið yngri en frá fyrri
hluta 15. aldar, eins og síðar verður vikið að. Orðið vatn(s)keti!l, hygg
ég sé tíðara í máldögum úr Skálholtsbiskupsdæmi en Hólabiskups-
dæmi, en á þessu hefi ég enga gagngera athugun gert og læt öðrum
það eftir. Auk þess ber að geta þess, að vatn(s)karl hefir náð yfir allt
vesturnorræna málsvæðið, sbr. bls. 69, og því ekki líklegt, að það hafi
verið staðbundið á Islandi.