Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 62
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Form orðsins vatn(s)karl og framburður.
Fyrst verður síðari hluti orðsins tekinn til athugunar, enda skiptir
hann mestu máli. Ákveða þarf, hvort síðari liðurinn hefir uppruna-
lega verið -lcarl eða -lcall. Undir þessu er skýringin á uppruna orðs-
ins komin. Ef hið síðara reyndist rétt, ætti orðið að líkindum ekkert
skylt við orðið karl ,maður; gamall maður; vinnumaður’. Nú ber þess
að gæta, að elztu handritin, sem orðið kemur fyrir í, eru frá þeim
tíma, þegar þess er tekið að gæta, að ll og rl' falla saman og verða
[cll]. En hinu má heldur ekki gleyma, að frá 14. öld eru til mörg
handrit, sem halda ll og rl aðgreindum.
Við skulum fyrst minnast á dæmin úr Alfr. II, 252 og 254, þar
sem orðið er notað um vatnsberann eða vatnsberamerkið. Þó að við
vitum, að orðið er í þessari merkingu örugglega komið af karl, skipt-
ir stafsetningin allt um það máli. Handritið, sem eftir er prentað, er,
eins og áður er rakið, frá því um 1350, og eru ekki miklar líkur á að
finna víxlun á ll og rl í svo gömlu handriti, þó að að vísu séu kunn eldri
dæmi, sem benda til, að breytingin hafi verið tekin að gera vart við
sig (í Hauksbók). Orðið kemur fyrir á þremur stöðum í ofangreindu
handriti. Á bl. 9r 19 er ritað vatnkr (í útgáfunni stafsett vatn karl),
og hlýtur þetta að vera stytting úr vatnkarl (nefnifall). Á bl. 9v 8
er ritað ,vatnkarls‘ (eignarfall). Hins vegar er eignarfallið ritað
,vatnkals’ á bl. 9r 13, sbr. bls. 64 hér að framan (neðanmáls). Þessi
ritháttur sýnir ekki breytinguna rl > dl, heldur breytinguna rls > Is
(þ. e. 1 • s), sbr. að karls er að jafnaði borið fram [kha 1 • s] og jarls
er borið fram [jal • s], þó að dl-framburður sé einnig kunnur í eign-
arfalli, þ. e. [khadls] eða jafnvel í hátíðlegum framburði: [khar<jls].
Vitnisburður handritsins bendir samkvæmt því, sem sagt hefir
verið, eindregið til þess, að síðari hluti orðsins í framan greindri
merkingu sé upprunalega -karl. Þetta kemur engan veginn á óvart,
þar sem oi'ðið er þýðing á lat. aquarius, sem í rauninni merkir ,vatns-
burðarmaður, vatnsberib Annars verður síðar vikið að merkingum
þessa latneska orðs.
Elzta dæmið, miðað við aldur handrita, um orðið í merkingunni
,vatnsílát‘, mun vera úr Stjórnarhandritinu AM 227 foh, en þar
stendur ,uatn karlinw' (um 1350), og í öðru Stjórnarhandriti, AM
226 fol., litlu yngra (1360—1370) stendur ,uatnkarlinn‘. 1 hdr. AM 62
fol. frá því um 1375 stendur ,vatzkarl‘ (þolfall), en það handrit held-
ur aðgreindu ll og rl að sögn Ólafs Halldórssonar, sem bezt hefir