Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 63
UM ORÐIÐ VATN (S) KARL
69
vannsakað það. Vitnisburður þessara elztu handrita bendir þannig
otvírætt til, að síðari hlutinn sé -karl. Eina undantekningin er uazkall
í Flat. I, 359 (frá því um 1387), sbr. bls. 65. Þessi ritháttur sannar
ekkert móti öllum hinum, enda alkunnugt, að breytingin rl > dl er
tekin að ná allmikilli fótfestu um þessar mundir. Frumgögnin, sem
vitnað var til úr IOD, benda einnig til, að upprunaleg mynd sé -karl.
1 öllum dæmunum, sem tekin eru úr frumbréfum þaðan (sbr. bls.
66), eru myndirnar ,vatnkarlar’ (flt.) eða ,vatnkarP (et.). Elzta
dæmið er frá 1374 og hið yngsta frá 1408. I yngri frumgögnum, sem
vitnað er til eftir D. I., verður annað uppi á teningnum. Þessi gögn
eru írá 1431 og síðar. Rithátturinn er -Ical eða -Icall, enda er frum-
burðurinn [khadl] þá vafalaust orðinn mj ög tíður, ef ekki svo til ein-
i’áður. Niðurstaðan verður þannig sú, að síðari hluti orðsins hafi
upprunalega verið -Jcarl einnig í merkingunni ,vatnsílát‘.
En fyrri hluti orðsins þarf einnig athugunar við. I öllum þeim
handritum, sem vitnað hefir verið til og skrifuð eru frá miðri 14. öld
til 1408, er fyrri hluti orðsins vatn- og orðið því í heild vatnkarl, með
tveimur undantekningum, þ. e. í AM 62 fol., þar sem orðið er
vatnskarl (ritað ,vatzkarl‘, sbr. ÓTM III, bls. 39) og í Flateyjarbók
(þar sem ritað er ,uazkall‘, sbr. Flat. I, 359). Það er sennilega ógern-
^ngur að fullyrða, hvort orðið er í fyrstu stofnsamsetning (vatnkarl)
eða eignarfallssamsetning (vatnslcarl). En við vitum, að báðar orð-
oiyndirnar eru gamlar. I elztu íslenzku handritunum ber meira á
stofnsamsetningunni, en eignarfallssamsetningin kemur fyrir. I D.
N. kemur eignarfallssamsetningin fyrir (sbr. t.d. D. N. IV, bls. 352).
Og' norska mállýzkumyndin vatskall (,vannkar‘) bendir til eignar-
fallssamsetningar. Sama máli gegnir um eina færeyska dæmið, sem
ég þekki og Ólafur Halldórsson benti mér á:
sidan munlaugar ok vaskalar. Dipl. F., bls. 42 (úr bréfi, sem
talið er frá 1403, en prentað er eftir vottfestu afriti frá 1407).
Lengra, hygg ég, að ekki verði komizt í þessum bollaleggingum.
En í þessu sambandi er rétt að ræða örlög myndarinnar vatnkarl.
Það er einkennilegt, að þessi orðmynd kemur ekki fyrir í frumritum,
sem talin eru yngri en 1408. Orðmyndin er að vísu til í yngri handrit-
um, en þessi handrit eru öll talin eiga rætur að rekja til skjala, sem
samin hafa verið á 13. og 14. öld. Lítur þannig út fyrir, að orðmynd-
ln vatnkarl hverfi úr málinu snemma á 15. öld og varðveitist aðeins
hjá skrifurum, sem eru dyggir og trúir handriti sínu, sem þeir skrifa
UPP- Verður þannig að ætla, að orðmyndin vatnskarl sé einráð í mál-
au frá því snemma á 15. öld.