Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 69
UM ORÐIÐ VATN (S) KARL
75
421). Þá g-átu vatnskarlar verið í einkaeign, eins og Kristján Eldjárn
tekur réttilega fram (Árb. F. 1976, 159), sbr. D. I. VIII, 266, en at-
hyglisvert er, að þessi heimild um vatnskarl í einkaeign á íslandi er
ekki fyrr en frá 16. öld. Um vatnskarl í einkaeign er til norskt dæmi
frá 14. öld:
jtem ein vatzkarll ok iii mundlaugu. D. N. IV, bls. 352 (Ur
skiptabréfi um lausafé frá 2. júní 1366).
Það kann því að vera tilviljun, að ekki eru eldri heimildir um
vatn(s)karla í einkaeign á íslandi.
En í svip er rétt að víkja frá vatn(s)karlinum og snúa sér að öðr-
um vatusílátum í íslenzkum kirkjum. Nauðsynlegt er að missa ekki
sj ónar á því, að íslenzka kirkj an var aðeins einn anginn af rómversk-
kaþólskri miðaldakirkju og sækir muni sína og orð til erlendra fyrir-
niynda. Orðin sækir hún mest til ensku (miðensku), latínu og þýzku
(fyrst til fornsaxnesku, síðar til miðlágþýzku). Alla þessa möguleika
verður að hafa í huga, þegar orðin eru skýrð.
Eg hefi ekki lesið máldagana svo nákvæmlega, að ég fullyrði, að
mér hafi ekki skotizt yfir einhver orð um vatnsílát, en eftirtalin orð
hefi ég athugað:
1. Vatnsteinn, sbr. t. d. D. I. I, 408, úr máldaga, sem talinn er frá
því um 1220, en prentaður er eftir handriti frá því um 1600. Hér er
greinilega um tökuþýðingu að ræða, sennilega úr me. waterstan(e),
sem merkir ,a stone basin for holy water'. Elzta dæmi, sem NED
þekkir um enska orðið er frá 1379, en vitanlega getur það verið miklu
eldra. Samsvarandi orð er einnig kunnugt úr þýzku. Grinnn tilgreinir
orðið Wasserstein, og undir liðnum „fiir kirchliche zwecke“ hefir
hann þýðinguna ,aquamanile‘ og tilgreinir lágþýzka tilvitnun „vat of
watersteyn dayr dye prieste syne hande boeven weschet“. Lágþýzka
orðið waterstein getur verið gamalt og kann að hafa borizt inn í ís-
lenzku, en mér virðist miðenskan hér líklegra veitimál. I eldri dönsku
kemur einnig fyrir vanclsten ,steinker‘ (ODS). En orðið virðist vera
eldra í íslenzku en dönsk áhrif, svo að danska kemur hér ekki til
greina sem veitimál.
2. Grjótlcer, sbr. D. I. III, 92, ritað ,griotker‘, úr máldaga, sem tal-
inn er frá 1354 og prentaður er eftir handriti frá því um 1600. I sama
máldaga er talað um, að kirkjan eigi „fornt ker j jordu“, og aftar í
honum stendur: „Skallagrijmur lagdi thil kirkiu j selardal ... mess
ijnngarketil. vatnker.“ Hér segir að vísu ekkert um það, til hvers
í?i'j ótkerið er notað. Mér virðist sennilegast, að hér sé á ferðinni ís-