Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 81
UM ORÐIÐ VATN(S) KARL
87
kvenkennt, t. d. olla, urna, situla eða eitthvað slíkt. Hér er ekki um
neina tilgátu að ræða. Málið liggur algerlega ljóst fyrir, því að kven-
kynsorðið aquaria ,vatnsker‘ kemur fyrir í glósnasafni um miðalda-
latínu, þýzku að uppruna. Prinz tilgreinir það með þýðingunni ,,vas
ad aquam condendam aptum — Wassergefáfi“. Hér er þannig stað-
fest, að kvenkynsmyndin af aquarius hefir nafnyrzt.
En hvað um karlkynsmyndina aquarius? Svo vel vill til, að hún er
kunn úr enskri miðaldalatínu. Latham tilgreinir „aquarius 1328
ewer (especially for holy water)“. 1 eldri útgáfu þessarar bókar
(Baxter) er aquarius þýtt „ewer“ og sagt koma fyrir 1316 og á 15.
öld. Má vera, að þetta sé nákvæmara. Hér liggur liðfallið alveg ljóst
fyrir, þar sem í klassískri latínu kemur fyrir urceus aquarius. Efa-
laust er aquarius miklu eldra í kirkjumálinu en sjá má af heimildum.
Eins og áður er greint, var orðið vatn(s)karl kunnugt um allt vest-
urnorræna málsvæðið (Island, Noreg, Færeyjar), sbr. bls. 69.
Á þeim tíma, sem orðið vatn(s)karl kemur inn í íslenzku, þ. e. á
13. eða 14. öld, eru ensk áhrif á norrænt kirkjumál mjög mikil. Á
Englandi hafa íslendingar (eða Norðmenn, Færeyingar og fslending-
ar) lært orðið aquarius í merkingunni ,vatnskanna‘ eða ,vatnskanna
undir vígt vatn'. Þeir hafa jafnframt vitað, að latneska orðið merkti
í rauninni ,karl, sem ber vatn’ og myndað í samræmi við það orðið
vatn(s)karl. Orðið er þannig hálfþýðing (tökumyndun) úr enskri
miðaldalatínu. Það er hins vegar óleyst mál, hvort er eldra, vatnkarl
um stjörnumerkið eða vatnskönnuna. Það verður ekki ráðið af ís-
lenzkum heimildum, en í báðum tilvikum er um að ræða þýðingu á
latínu aquarius.
Skammstafana- og heimildaskrá.
htfr.: Alfræði íslenzk ... II. RimtQl. Udgivet for Samfund til Udgivelse af gam-
mel nordisk Litteratur ved N. Beckman og Kr. Kálund. Kbh. 1914—1916.
AM 263 fol.: Máldagabók frá Bæ í Flóa. 1598.
Árb. F. 1976: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1976. Rvk. 1977.
Baxter: Medieval Latin Word-List from Britisli and Irish Sources. Prepared by
John H. Baxter, D. Litt., Hon. D. D. and Charles Johnson M.A. London 1947.
Beretning: Beretning om Kristiania Kunstindustrimuseums Virksomhed i Aaret
J9ll. Med en afhandling af Universitetsstipendiat Olaf [á að vera Oluf]
Kolsrud om „Velkenhornet". Kria 1912.
®‘H.: Lexicon islandico-latino-danicum Biörnonis Háldorsonii. I—II Kbh. 1814.
UKÞ: Björn K. Þórólfsson, Um íslenskar orðmyndir á H. og 15. öld. Rvk. 1925.
Bps. A II 1: Kirknamáldagar í Skálholtsbiskupsdæmi, skrifaðir af Bjarna Mar-
teinssyni 1601 í Skálholti.