Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 92
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kamba, poka o. fl., — sem einkum var þægilegt fyrir hestliða að hafa
hangandi við beltið. Flíkin sem beltið fylgdi hefur að jafnaði verið
ermalöng kápa, mismunandi á vídd og sídd, með hnöppum eða hnappa-
laus, austurlenski lcaftaninn.
Belti með þessum einkennum hafa verið útbreidd í Evrópu og Asíu
frá 6. öld og síðan að minnsta kosti fimm aldir. Einkum eru þau sér-
merki hestliðanna hjá hirðingjaþjóðum á evrasísku steppunni frá
Ungverjalandi í vestri til Mongólíu í austri. En svipuð belti finnast
einnig víða í löndunum þar umhverfis: í Vestur-Evrópu á Meró-
vingatíð, Italíu Langbarða, býsönsku löndunum kringum Miðjarðar-
haf, Irak, Iran og Afghanistan á sassanídískum og snemma á íslömsk-
um tíma, Kína, Kóreu og Japan, skógabelti Síberíu og Rússlands, og á
víkingaöld löndunum við Eystrasalt.7
Útlit beltanna kemur oft í ljós af varðveittum lífrænum leifum
og legu beitanna í gröfum sem rannsakaðar hafa verið. Skýrustu máli
tala þó myndir sem nú þekkjast býsna margar víða í Asíu. Bæði
fornleifafundir og myndir bera því vitni, að náið samband er milli
þessarar beltisgerðar og yfirstéttar og furstavalds. Meðal mynda í
Austurlöndum nær má nefna upphleyptar klettamyndir af sassaní-
díska stórkónginum Khosrou II (590—627) og hirðmönnum hans
í Táq-e-Bostán í Vestur-lran, veggmálverkin og myndstytturnar í höll
abbasídísku kalífanna í Sámarrá í Irak (um miðja 9. öld) og upp-
hleyptu marmaramyndirnar og veggmálverkin í höllum ghaznavídísku
soldánanna í Ghazni og Lashkari Bázár hjá Bust í Afghanistan (frá
11. öld og byrjun 12. aldar). Myndirnar í þessum höllum sýna eink-
um lífverði valdhafanna. Frá Ghaznavídum eru einnig til samtíma lýs-
ingar á búningi lífvarðanna. Nákvæmust er saga Mas’úds I, rituð af
skrifara hans sjálfs, Baihaqí, sem lýsir meðal annars móttöku í ný-
byggðri höll soldánsins í Ghazni 29. maí 1038:
Soldáninn sat í hásætinu undir kórónunni og búinn klæðum úr gullskreyttu
brókaði. „Umhverfis pallbríkina (á hásætispallinum) stóðu hallarverðirnir í
klæðum úr skarlati (saqlátön) og Bagdað- og Isfahan-dúkum, með tví-
typptar húfur, gullin belti, hengsli og í höndum gylltar kylfur. Á hásætis-
pailinum, bæði hægra og vinstra megin við hásætið, stóðu tíu verðir með
fjórflipaðar húfur, þung gimsteinum prýdd belti og sverðfestingar (eða
korðafestingar) með eðalsteinum. Inni í húsagarðinum voru tvær raðir
varðmanna. Önnur röðin stóð nærri veggnum með fjórflipaðar húfur, örvar
í höndum og með sverð (eða korða), bogaslíður og örvamæli. Hin röðin
stóð í miðjum garðinum með tvítypptar húfur, þung silfurbelti með hengsl-
um og í höndunum silfurkylfur. Verðirnir í báðum þessum röðum báru
kaftan úr Shushtarbrókaði.“8