Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 92
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS kamba, poka o. fl., — sem einkum var þægilegt fyrir hestliða að hafa hangandi við beltið. Flíkin sem beltið fylgdi hefur að jafnaði verið ermalöng kápa, mismunandi á vídd og sídd, með hnöppum eða hnappa- laus, austurlenski lcaftaninn. Belti með þessum einkennum hafa verið útbreidd í Evrópu og Asíu frá 6. öld og síðan að minnsta kosti fimm aldir. Einkum eru þau sér- merki hestliðanna hjá hirðingjaþjóðum á evrasísku steppunni frá Ungverjalandi í vestri til Mongólíu í austri. En svipuð belti finnast einnig víða í löndunum þar umhverfis: í Vestur-Evrópu á Meró- vingatíð, Italíu Langbarða, býsönsku löndunum kringum Miðjarðar- haf, Irak, Iran og Afghanistan á sassanídískum og snemma á íslömsk- um tíma, Kína, Kóreu og Japan, skógabelti Síberíu og Rússlands, og á víkingaöld löndunum við Eystrasalt.7 Útlit beltanna kemur oft í ljós af varðveittum lífrænum leifum og legu beitanna í gröfum sem rannsakaðar hafa verið. Skýrustu máli tala þó myndir sem nú þekkjast býsna margar víða í Asíu. Bæði fornleifafundir og myndir bera því vitni, að náið samband er milli þessarar beltisgerðar og yfirstéttar og furstavalds. Meðal mynda í Austurlöndum nær má nefna upphleyptar klettamyndir af sassaní- díska stórkónginum Khosrou II (590—627) og hirðmönnum hans í Táq-e-Bostán í Vestur-lran, veggmálverkin og myndstytturnar í höll abbasídísku kalífanna í Sámarrá í Irak (um miðja 9. öld) og upp- hleyptu marmaramyndirnar og veggmálverkin í höllum ghaznavídísku soldánanna í Ghazni og Lashkari Bázár hjá Bust í Afghanistan (frá 11. öld og byrjun 12. aldar). Myndirnar í þessum höllum sýna eink- um lífverði valdhafanna. Frá Ghaznavídum eru einnig til samtíma lýs- ingar á búningi lífvarðanna. Nákvæmust er saga Mas’úds I, rituð af skrifara hans sjálfs, Baihaqí, sem lýsir meðal annars móttöku í ný- byggðri höll soldánsins í Ghazni 29. maí 1038: Soldáninn sat í hásætinu undir kórónunni og búinn klæðum úr gullskreyttu brókaði. „Umhverfis pallbríkina (á hásætispallinum) stóðu hallarverðirnir í klæðum úr skarlati (saqlátön) og Bagdað- og Isfahan-dúkum, með tví- typptar húfur, gullin belti, hengsli og í höndum gylltar kylfur. Á hásætis- pailinum, bæði hægra og vinstra megin við hásætið, stóðu tíu verðir með fjórflipaðar húfur, þung gimsteinum prýdd belti og sverðfestingar (eða korðafestingar) með eðalsteinum. Inni í húsagarðinum voru tvær raðir varðmanna. Önnur röðin stóð nærri veggnum með fjórflipaðar húfur, örvar í höndum og með sverð (eða korða), bogaslíður og örvamæli. Hin röðin stóð í miðjum garðinum með tvítypptar húfur, þung silfurbelti með hengsl- um og í höndunum silfurkylfur. Verðirnir í báðum þessum röðum báru kaftan úr Shushtarbrókaði.“8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.