Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 95
beit af austurlenskri gerð
101
brotin munstur og' undningamunstur af steyptu verki, þrykkiþynnur
og víravirki — eigi yfirleitt heima í Evrópu og þó einkum innan býs-
anska svæðisins.
I býsanska ríkinu og Italíu og Vestur-Evrópu virðist hafa verið
hætt að nota þessa beltisgerð þegar eftir nokkrar aldir, þar sem hún
aftur á móti er talin hafa haldist fram á hámiðaldir í aðalstöðvum
Islams. Á evrasísku steppunni hefur gerðin sums staðar verið í notk-
un fram á vora daga. Einnig í Tyrklandi hafa belti af þessari teg-
und verið þekkt á seinni öldum.
Merkilegur flokkur tiltölulega gamalla beltisbeita á evrasísku stepp-
unni eru steyptar, oft gegnbrotnar beitir, skreyttar gömmum og öðr-
um kynjadýrum og jurtateinungum. Þekktastur er þessi flokkur í
Ungverjalandi og kallast þar síð-avarískur flokkur og er frá 8. öld eða
þar um bil, en svipaðar beitir þekkjast austur þaðan og jafnvel alla
leið til Kóreu og Japan. Skreytið á þessum beitum er talið hafa þróast
í innri og eystri hlutum Asíu. Ef til vill eiga dýrin frumætt sína að
i'ekja til dýraskreytis Skýþa-tímans mörg hundruð árum fyrir Krists
burð.
Frá 8. öld og nokkrar aldir þar á eftir virðast steyptar beitir með
upphleyptu jurtaskreyti eða nielló-skreyti með sassanídískum — eða
ef til vill eftir-sassanídískum — einkennum vera ráðandi í beltisút-
búnaði víðast hvar á evrasísku steppunni, og það eru beitir af þessari
tegund sem dreifast gegnum Rússland til landanna við Eystrasalt og
við köllum venjulega austurlenskar beitir á Norðurlöndum.
8’ mynd. Tveir lífverðir á máluðu, veggþiljunum í hassetissal ghaznavidíslcu hall-
arinnar í Lashkari Bazar hjá Bust, Afglianistan, frá byrjun 11. aldar. Hx'ö
veggmyndarinnar hefur verið um 1,3 m. Hermennirnir eru klxddir buxum, tu-
niku og kaftan, með kylfu um öxl. Klæðin eru úr mislitum efnum og með marg-
vislegum munstrum; á hermanninum til vinstri er fataefnið rautt og þeim til
hægri dökkblátt. Um upphandleggina eru breiðir borðar (úr brókaði?) með ávxn-
ing af letri, tiraz-borðar til merkis um tignarstig mannsins. Niður fra mitti
vinstra mannsins hanga tveir langir lindar úr sama efni og klæðin að öðnc leyti.
Sams konar linda mun hinn hermaðurinn einnig hafa haft, þótt nu se elcki
hsegt að greina það. Fyrir ofan þessa linda bera baðir liermennii'nir malmslegið
belti með fjórum löngum hangandi sprotum og öðru sem þar hangir, á vinstra
manninum poki (og litill klútur?) og á hægra manninum þrír óþekkjanlegir
hlutir. Kylfan, tiraz-borðarnir og beltið með sprotum og hlutum er allt saman
syllt á vinstri hermanninum, en silfurlitað á þeim hægri. Ljósmyndin tekin eftir
Schlumberger 1952, pl. XXXI :2, rissið eftir höfundinn. — Two soldiers on the
Painted u-all panel in the throne hall of the Ghaznavid pálace at Laslikari Bazar,
Afghanistan, beginning of llth century.