Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 101
beit af austurlenskri gerð
107
kalífaríkisins hlýtur spurningunni að vera ósvarað. Af almennum
ástæðum er þrátt fyrir allt trúlegt að megnið af beitunum sé búinn
til í sunnan- og austanverðu Rússlandi, þar sem umrædd belti voru
sjálfsagður hluti af útbúnaði hermanna. Þýðingu Volguverslunar-
innar, sem Arne lagði svo þunga áherslu á, hafa menn yfirleitt fallist
á. Þó hefur það sjónarmið einnig mætt nokkurri gagnrýni og þá um
leið verið bent á mikilvægi verslunarinnar eftir Don og Dnjepr.
Eins og Arne taldi má hafa fyrir satt að fyrir 1000 hafi verið
farið að búa til beitir af austurlenskri gerð í svo fjarlægum löndum
sem norðanverðu Rússlandi, Finnlandi, austurbaltnesku löndunum
og á Gotlandi. Þetta á meðal annars við um tungulaga, fisklaga,
hjartalaga og rósettulaga beitir, sem birtast á beltum með hringjum
og öðrum beiturn í norður-evrópskri mynd. Steypumót fyrir hornlaga
beit af austurlenskri gerð á einnig að hafa fundist í Lettlandi. I vatn-
inu Furen í Hárlövs sókn í Smálöndum fannst samsafn af fábrotn-
um ólarbeitum af austurlenskri gerð (en með lausum nöglum reknum
gegnum beitirnar), ásamt hringjum og sprotaendum af norrænni
gerð, jafnvel gotlenskri, litlum hringnælum, smátöngum (pincetter),
saumnálum, hnífum, eirþræði og mörgu öðru, sem allt er talið vera
vörubirgðir farandsala á mótum víkingaaldar og miðalda (frá 11.
öld til aldamótanna 1100 e. Kr.). Tegundirnar benda einna helst til
þess að eigandinn hafi verið Gotlendingur eða fengið vörur sínar frá
Gotlandi, og allar líkur eru á að austurlensku beitirnar hafi verið
búnar til af sama handverksmanni (farandsalanum sjálfum?) eða að
minnsta kosti á sömu slóðum og hinir hlutirnir og verið á sömu belt-
unum og hringjurnar og sprotaendarnir.
Skreytið á hinum yngri austurlensku beitum á sér oft eftirtakan-
iega nánar samsvaranir í rómanskri list á fyrri hluta miðalda. List af
þessu tagi, sem yfirleitt er talin blandin austurlenskum erfðum, hefur
vafalaust borist til Norðurlanda frá Vestur-Evrópu fullsköpuð fyrir
meðalgöngu kristinnar kirkju. En eins og umræddar beitir og lík-
lega einnig tilteknir aðrir norrænir listgripir sýna, hefur ferðastjá
víkingaaldar til Rússlands og Austurlanda leitt til þess að farið var
að nota austurlenska skrautlist, nauðalíka hinni rómönsku, í hinum
eystri hlutum Norðurlanda þegar á 11. öld.
Þó að beitir af austurlenskri gerð hafi verið orðnar svo heima-
komnar í norður-evrópskum löndum seint á víkingaöld að farið var
að búa þær til þar, megum við ekki draga þá ályktun að allar beitir
af austurlenskri gerð sem í Norður-Evrópu finnast frá þessum tíma
séu þar gerðar. Minjafræðilegar og sögulegar heimildir virðast sýna