Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 111

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 111
HANNES PÉTURSSON BROT ÚR SÖGU FLATATUNGUFJALA i Lengi hefur það legið í óvissu, hvenær og hvers vegna fjalir með stórmerkilegum bíldskurði, slitrum býzanskrar dómsdagsmyndar (veggmyndar) frá því um 1100 eftir því sem nú þykir rétt vera, bár- ust frá Flatatungu á Kjálka fram að Bjarnastaðahlíð í Vesturdal. Árið 1969 birtist á prenti mjög trúverðug heimild fyrir því, að fjal- irnar hafi ,skipt um heimilisfang’ 1871—74 vegna skemmusmíði í Bjarnastaðahlíð. Sú heimild sýnist þó vera á fárra manna vitorði, enda niður komin í riti sem er ekki ýkja þekkt. Ég mun síðar vitna til hennar beinlínis, en mig lystir að hafa stuttan inngang fyrir henni áður, m. a. til þess að renna undir tímasetninguna fleiri stoðum en heimildin gerir sjálf. Ég sleppi allri listsögulegri myndfræði, því ég veld ekki þeirri grein, í annan stað kemur hún því máli ekki við, hve- nær og hvers vegna nokkrar Flatatungufjalir breyttust í Bjarnastaða- hlíðarfjalir. II 1 alþýðu munni var myndskurðurinn í Flatatungu úr skála sem gert hafði þar á bæ Þórður hreða þjóðsmiður á 10. öld, og er það sótt í sögu hans, góðan reyfara frá 14. öld, enda þótt sagan nefni hvergi beinum orðum myndskurð í þeim skála. Þar segir: „Var það furðu sterkt hús. Stóð sá skáli allt til þess, er Egill biskup var að Hólurn"1 (þ. e. 1831—42). Frá Flatatunguskála greinir ekki að fornu annars staðar. Höfundur Þórðarsögu talar í þátíð um þennan skála: Stóð sá skáli . . . Þegar hann eignar Þórði skálann á Hrafnagili og í Höfða ritar hann aftur á móti: „Nú er þar til að taka, að Þórði batnar sára sinna, og ríður þaðan inn til Hrafnagils og smíðaði þar skála um sumarið, þann sem enn stendur í dag. Hann hefir og gert skálann út í Höfða í Höfðahverfi.“2 Til er brot úr Þórðarsögu hreðu, eldra heilu gerðinni. Þar segir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.