Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 111
HANNES PÉTURSSON
BROT ÚR SÖGU FLATATUNGUFJALA
i
Lengi hefur það legið í óvissu, hvenær og hvers vegna fjalir með
stórmerkilegum bíldskurði, slitrum býzanskrar dómsdagsmyndar
(veggmyndar) frá því um 1100 eftir því sem nú þykir rétt vera, bár-
ust frá Flatatungu á Kjálka fram að Bjarnastaðahlíð í Vesturdal.
Árið 1969 birtist á prenti mjög trúverðug heimild fyrir því, að fjal-
irnar hafi ,skipt um heimilisfang’ 1871—74 vegna skemmusmíði í
Bjarnastaðahlíð. Sú heimild sýnist þó vera á fárra manna vitorði,
enda niður komin í riti sem er ekki ýkja þekkt. Ég mun síðar vitna
til hennar beinlínis, en mig lystir að hafa stuttan inngang fyrir henni
áður, m. a. til þess að renna undir tímasetninguna fleiri stoðum en
heimildin gerir sjálf. Ég sleppi allri listsögulegri myndfræði, því ég
veld ekki þeirri grein, í annan stað kemur hún því máli ekki við, hve-
nær og hvers vegna nokkrar Flatatungufjalir breyttust í Bjarnastaða-
hlíðarfjalir.
II
1 alþýðu munni var myndskurðurinn í Flatatungu úr skála sem
gert hafði þar á bæ Þórður hreða þjóðsmiður á 10. öld, og er það
sótt í sögu hans, góðan reyfara frá 14. öld, enda þótt sagan nefni
hvergi beinum orðum myndskurð í þeim skála. Þar segir: „Var það
furðu sterkt hús. Stóð sá skáli allt til þess, er Egill biskup var að
Hólurn"1 (þ. e. 1831—42). Frá Flatatunguskála greinir ekki að
fornu annars staðar.
Höfundur Þórðarsögu talar í þátíð um þennan skála: Stóð sá
skáli . . . Þegar hann eignar Þórði skálann á Hrafnagili og í Höfða
ritar hann aftur á móti: „Nú er þar til að taka, að Þórði batnar sára
sinna, og ríður þaðan inn til Hrafnagils og smíðaði þar skála um
sumarið, þann sem enn stendur í dag. Hann hefir og gert skálann
út í Höfða í Höfðahverfi.“2
Til er brot úr Þórðarsögu hreðu, eldra heilu gerðinni. Þar segir