Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 115
brot úr sögu flatatungufjala
121
vegar árin um eða úr 1700 vegna tengsla sem þá voru milli bæjanna,
hins vegar miðaldir sjálfar, því Hólastóll átti báðar jarðir og laf-
hægt að flytja nokkrar fjalarspækjur frá einu búinu til annars.
Dr. Selma Jónsdóttir hagnýtir sér þá tilgátu Stefáns Jónssonar
sem minnzt var á fyrst, segir að „nokkur hluti dómsdagsmyndarinn-
ar“ hafi verið kominn að Bjarnastaðahlíð þegar þeir Jónas Hall-
grímsson, Sigurður málari og Kálund skoðuðust um í Flatatungu.18
En tilgátan rambar: það er nefnilega með ólíkindum að innanhéraðs-
maður af gerð Sigurðar málara hafi getað gengið dulinn þess arna,
svo mjög sem hann í uppvexti, að eigin sögn, heyrði talað um
Flatatunguskálann og kynnti sér ennfremur sjálfur leifar útskurðar-
ins. Jónas Hallgrímsson var og manna líklegastur til að vita hvað
upp sneri og hvað niður í þessu atriði. Eða hvað stóð í vegi fyrir
því að slíkir menn fengju í Flatatungu, rétt eins og Kálund seinna,
spurnir af brottflutningi fjala, ef hann í raun og veru átti sér stað
í'yrir komu þeirra þangað? Ekkert, vitanlega.
IV
I sóknalýsingu séra Jóns Benediktssonar í Goðdölum segir svo um
hýsingu: „Reisulegastir eru bæir á Gilhaga, Breið og máske Bjarna-
staðahlíð. Annars er bygging í Dölum heldur léleg og lágreist, og er
þess nokkur vorkunn, þar allir aðflutningar, einkum trjáviðarins, eru
hinir erfiðustu."
Árið 1871 hófu búnað í Bjarnastaðahlíð hjónin Sveinn Guðmunds-
son (f. 1836) og Þorbjörg Ólafsdóttir (f. 1846). Þorbjörg andaðist
1906 og lét Sveinn af búskap í Hlíð árið eftir.
Sveinn Guðmundsson var „verkmaður hinn mesti og mikill bú-
höldur“.19 Hann eignaðist Bjarnastaðahlíð og húsaði þar nýjan bæ
árið 1890, en hafði fyrr reist skemmu við gamla bæinn.
Hjónunum í Bjarnastaðahlíð fæddust fimmtán börn og komust tólf
til ára, yngst Guðrún, fædd 1890, enn á lífi. Hún aflaði sér kennara-
menntunar og starfaði lengi að kennslu í Skagafirði. Hún hefur rak-
ið minningar sínar frá æskudögum í Vesturdal,20 og þar er að finna
þá heimild um flutning útskurðarfjalanna frá Flatatungu að Bjarn-
staðahlíð sem nefnd var í greinarbyrjun.
Guðrún lýsir þeim bæ í Bjarnastaðahlíð sem reistur var 1890. En
skemma stóð þar eldri:
,,Þegar gengið var úr eldhúsinu, var komið í bæjardyrnar. Kvörn-
m stóð þar að norðanverðu, en skáladyr voru að sunnan. Utan bæj-