Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 115
brot úr sögu flatatungufjala 121 vegar árin um eða úr 1700 vegna tengsla sem þá voru milli bæjanna, hins vegar miðaldir sjálfar, því Hólastóll átti báðar jarðir og laf- hægt að flytja nokkrar fjalarspækjur frá einu búinu til annars. Dr. Selma Jónsdóttir hagnýtir sér þá tilgátu Stefáns Jónssonar sem minnzt var á fyrst, segir að „nokkur hluti dómsdagsmyndarinn- ar“ hafi verið kominn að Bjarnastaðahlíð þegar þeir Jónas Hall- grímsson, Sigurður málari og Kálund skoðuðust um í Flatatungu.18 En tilgátan rambar: það er nefnilega með ólíkindum að innanhéraðs- maður af gerð Sigurðar málara hafi getað gengið dulinn þess arna, svo mjög sem hann í uppvexti, að eigin sögn, heyrði talað um Flatatunguskálann og kynnti sér ennfremur sjálfur leifar útskurðar- ins. Jónas Hallgrímsson var og manna líklegastur til að vita hvað upp sneri og hvað niður í þessu atriði. Eða hvað stóð í vegi fyrir því að slíkir menn fengju í Flatatungu, rétt eins og Kálund seinna, spurnir af brottflutningi fjala, ef hann í raun og veru átti sér stað í'yrir komu þeirra þangað? Ekkert, vitanlega. IV I sóknalýsingu séra Jóns Benediktssonar í Goðdölum segir svo um hýsingu: „Reisulegastir eru bæir á Gilhaga, Breið og máske Bjarna- staðahlíð. Annars er bygging í Dölum heldur léleg og lágreist, og er þess nokkur vorkunn, þar allir aðflutningar, einkum trjáviðarins, eru hinir erfiðustu." Árið 1871 hófu búnað í Bjarnastaðahlíð hjónin Sveinn Guðmunds- son (f. 1836) og Þorbjörg Ólafsdóttir (f. 1846). Þorbjörg andaðist 1906 og lét Sveinn af búskap í Hlíð árið eftir. Sveinn Guðmundsson var „verkmaður hinn mesti og mikill bú- höldur“.19 Hann eignaðist Bjarnastaðahlíð og húsaði þar nýjan bæ árið 1890, en hafði fyrr reist skemmu við gamla bæinn. Hjónunum í Bjarnastaðahlíð fæddust fimmtán börn og komust tólf til ára, yngst Guðrún, fædd 1890, enn á lífi. Hún aflaði sér kennara- menntunar og starfaði lengi að kennslu í Skagafirði. Hún hefur rak- ið minningar sínar frá æskudögum í Vesturdal,20 og þar er að finna þá heimild um flutning útskurðarfjalanna frá Flatatungu að Bjarn- staðahlíð sem nefnd var í greinarbyrjun. Guðrún lýsir þeim bæ í Bjarnastaðahlíð sem reistur var 1890. En skemma stóð þar eldri: ,,Þegar gengið var úr eldhúsinu, var komið í bæjardyrnar. Kvörn- m stóð þar að norðanverðu, en skáladyr voru að sunnan. Utan bæj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.