Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 118
Tvö vísindarit um íslenska þjóðhætti
Gleðileg tíðindi eru það að nýlega hafa komið út tvö mikil vísindarit um ís-
lenska þjóðhætti. Báðir hafa höfundarnir hlotið doktorsnafnbót fyrir verk sín,
annar við háskólann í Uppsölum, hinn við Háskóla Islands.
Dr. Magnús Gíslason nefnir rit sitt Kvállsvaka (Uppsala 1977), þ. e. Kvöld-
vakan, og má segja að það fjalli að verulegu leyti um uppeldi og fræðslu á ís-
lenskum alþýðuheimilum. Umgerð um það efni lætur höfundur baðstofuna vera,
sem var í senn dagstofa, vinnustofa, svefnstaður og skólastofa. Svo sem sjá
má eru margar hliðar á þessu máli og gerir höfundur þeim öllum nokkur skil, en
trúlega má segja að uppeldi og fræðsla standi hjarta hans næst, bæði vegna
þess hvílíkt undirstöðuatriði það er í íslenskri alþýðumenningu og vegna ævi-
starfs hans sjálfs sem skólamanns.
Dr. George J. Houser hefur ritað bók sem nefnist Saga hestalxkninga á Islandi
(Akureyri 1977) og segir titillinn sjálfur til um efni hennar. Höfundur hefur
sett sér það mark að færa saman í einn stað allt sem heimildir kunna frá að
greina um alþýðlegar hrossalækningar hér á landi, bæði ritaðar heimildir og
fróðleiksmenn sem spurðir hafa verið. Má nærri geta að hér er mikill fróðleikur
saman kominn eigi síður en í bókinni um kvöldvökuna og það sem henni tengist.
Bóndinn átti líf sitt og sinna undir lífi húsdýranna. Engin undur þótt reynt
væri að neyta allra ráða til að lækna sjúka skepnu, hest, kú eða kind. Það er
ekki lítið framlag til íslenskrar menningarsögu að lýsa baráttunni fyrir lífi og
heilbrigði hins forna þarfaþjóns íslendinga.
Báðar varpa bækurnar skýru Ijósi á veigamikil svið íslensks lífs og lífsbar-
áttu. Ánægjulegt er að sjá að báðir höfundarnir hafa haft mikil not af þeim
heimildum sem Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins hefur viðað að sér síðan hún
hóf starf sitt 1959.
Kaleikur í Gliickstadt
I Borgarkirkjunni í Gliickstadt í Slésvík-Holstein (Gliickstádter Stadtkirche)
er lítill þjónustukaleikur, sem ber þessa áletrun: Dies verehret zur Ehre Gottes
die Isla?idiss Cumpagnie. Ekkert ártal er á kaleiknum, en hann geymir minn-
ingu um Islandsfélagið, sem hafði íslensku einokunarverslunina á leigu á sínum
tíma. Félagið hafði aðsetur í Kaupmannahöfn, en setti á fót vörugeymslur í
Gliickstadt árið 1623. Vöruskemma þessi stóð við hliðina á konungshöllinni og
var ekki rifin fyrr en í lok 19. aldar. Kaleikurinn er sennilega frá miðri 17. öld
eða frá sama tíma og altarisstjakarnir í Skálholtskirkju, en sama félag gaf
bæði þá og fleira annað til hinnar nýju kirkju Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Heimild um kaleikinn í Gluckstadt er Steinburger Jahrburch 1966, bls. 18.